Ljósmyndagreining hefst að nýju

Ljósmyndagreining hefst að nýju

Eftir allt of langa pásu ætlum við að hefja aftur störf með ljósmyndahópnum okkar á Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Farið verður yfir ljósmyndaafhendingar sem safninu hefur borist og borin kennsl á fólk, staði og jafnvel dýr og bíla.

Allir áhugasamir um gamlar ljósmyndir eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið. Við minnum á að við tökum alltaf við ljósmyndum sem tengjast svæðinu og sögu sveitafélagsins.

Ljósmyndir eru gríðarlega verðmætar heimildir fyrir sögu sveitafélagsins og geta oft á tíðum sagt meira en 1000 orð.