Ljóð um ljóð og geit á beit: Lög við ljóð Þórarins Eldjárns

Ljóð um ljóð og geit á beit: Lög við ljóð Þórarins Eldjárns

Þórarin Eldjárn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda ljóðabækur hans að finna á flestum heimilum, jafnt börnum sem fullorðnum til gagns og gamans.
Mörg tónskáld hafa gert sér mat úr ljóðum Þórarins og á tónleikunum flytjum við eins konar þverskurð af þeirri flóru sem samin hefur verið fyrir söng og píanó.

Á efnisskránni verða m.a. lög úr „Heimskringlu“ Tryggva M. Baldvinssonar, „Grannmetislögum“ Hauks Tómassonar og flokknum „Snigill og flygill“ eftir Michael Jón Clarke.
Einnig verða flutt nokkur lög úr „Best að borða ljóð“ sem er safn laga sem Jóhann G. Jóhannsson tónsetti við hin og þessi ljóð Þórarins.
Þá verða á efnisskránni dúettarnir „Símalandi í Símalandi“ eftir Jónas Tómasson og “Berlínarstræti” eftir Kjartan Ólafsson.

Auk tónlistarflutnings mun skáldið taka þátt í tónleikunum með því að stíga á stokk og segja frá tilurð nokkurra þeirra ljóða sem flutt verða.

Flytjendur:
Erla Dóra Vogler söngkona
Lilja Guðmundsdóttir söngkona
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari
Þórarinn Eldjárn skáld

Verð:
Almennt: 3000 kr.
Eldri borgarar og nemar: 2000 kr.
12 ára og yngri: Ókeypis

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði og menningarsjóði KEA.