Samverustundir á laugardögum

Reglulega býður bókasafnið upp á samverustundir barna og fullorðinna. Laggt er upp með fjölbreytta samsuðu lestrar, leikja, hreyfingar og sköpunar. Samverustundirnar eiga að henta öllum, ungum sem öldnum þó stundirnar séu auðvitað að mestu sniðnar að yngri kynslóðinni. 

Samverustundirnar eru yfirleitt í umsjá Bjarkar Hólm, forstöðumanns safnsins en oft fáum við til okkar sérstaka gesti til að sjá um samveruna. Börnin eru alltaf á ábyrgð foreldra eða forráðamanna á meðan á stundinni stendur. 

Samverustundirnar vara yfirleitt frá ca. 13.30 - 14.30 en það er opið á bókasafninu til 16.00 og því öllum velkomið að staldra lengur við að samverustund lokinni. Bókasafnið er nefnilega stútfullt af afþreyingarefni og möguleikum sem við erum alltaf til í að kynna fyrir ykkur. 

 Samverustund

Að samverustundum loknum er tilvalið að staldra við á kaffihúsinu Basalt þar sem Helgi verður með eitthvað á boðstólnum fyrir alla. 

Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur sem flest.