Hádegisfyrirlestrar

Einu sinni í mánuði verða haldnir fyrirlestrar í fyrirlestrasal Menningarhússins Bergs. Fyrirlestrarnir eru ca 45 mínútur að lengd og vara frá 12.15-13.00. Leyfilegt er að taka með sér mat frá veitingahúsinu Basalt inn í fyrirlestrasalinn og gæða sér á gómsætum veitingum á meðan á fyrirlestrinum stendur. 

Fyrirlestrarnir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir og eru þeir iðullega auglýstir með ágætum fyrirvara. Við erum mjög opin fyrir uppástungum um hádegisfyrirlestra og tökum glaðar við ábendingum eða persónulegum óskum bókasafnsgesta.

Hádegisfyrirlestur

Fyrir frekari spurningar eða ábendingar má hafa samband við Björk Hólm forstöðumann bókasafnsins, annaðhvort í síma: 4604931 eða í gegnum tölvupóstinn bjork@dalvikurbyggd.is.