Foreldramorgnar

Foreldramorgnar

Samverustundirnar eru hugsaðar sem vettvangur fyrir foreldra til að koma saman með börnin sín og njóta samvista með öðrum. Stefnt er að því að bjóða upp á fróðlegar kynningar á efni sem tengist barneignum, uppeldi og öðru sem getur verið nytsamlegt fyrir foreldra að kynna sér. Að samverustund lokinni er tilvalið að halda samtalinu áfram inni á bókasafni eða jafnvel fyrir framan á kaffihúsinu Basal+bistro

Athugið að öllum er velkomið að hafa samband með hugmyndir um efni til umfjöllunar eða koma með uppástungur um fyrirlesara.