ATH. frestun viðburða á Bókasafninu

ATH. frestun viðburða á Bókasafninu

Kæru bókavinir. 

Vegna óvenjulegs ástands sem ríkir yfir byggðinni okkar, þurfti bókasafnið að fresta tveim viðburðum, annarsvegar Jólasmiðjunni sem átti að vera 12. desember síðastliðin og svo þurfum við því miður að fresta jólabóka-upplestrinum næstkomandi laugardag, 14. desember. 

En engar áhyggjur! Þessir viðburðir verða færðir til næstu viku, og þá er okkar dýpsta von að ástandið verði orðið betra hér hjá okkur í byggðinni. 

Ekki er komin föst dagsetning á Jólasmiðjuna en við stefnum á að hún verði í næstu viku.

Jólabóka-upplesturinn mun færast um viku og verður þann 21. desember kl. 14.00. 

Við vonumst til þess að þessar breytingar hafi ekki neikvæð áhrif og að þessu verði sýndur skilningur.

Annars er það í fréttum að búið er að opna Bókasafnið og til heill hellingur af nýjum (og gömlum) bókum, spilum og hljóðbókum fyrir alla! 


Við sendum hlýja strauma til allra og vonumst til þess að rafmagnsleysið muni leysast sem allra fyrst, svo allir geti farið að undirbúa komandi jólahátíð. Jólin eru jú hátíð ljóss og friðar, og það viljum við að sjálfsögðu. 

Við hvetjum svo alla að fara sparlega með rafmagnið á meðan ennþá er verið að vinna í því. Enn er ekkert rafmagn í Svarfaðardal og Skíðadal, og það gæti tekið tíma að laga það að fullu. Við sendum sveitungum okkar orku og hlýja strauma.