Opnunartími um páskana og dagskrá aprílmánuðar

Opnunartími um páskana og dagskrá aprílmánuðar

Við á Bókasafni Dalvíkurbyggðar erum að vonum komin í mikið páskaskap.

Að vanda verður nóg um að vera hjá okkur í apríl - hvernig er annað hægt þegar sólin fer sífellt hækkandi og vorið nálgast óðfluga!

opnunartími um páskana

Á döfinni í apríl:

 

Hugleiðsluhádegi, alla fimmtudaga frá 12.15-12.30

Stundin er hugsuð fyrir alla þá sem vilja stilla sig af, gefa sjálfum sér örfáar mínútur, finna innri frið og þjálfa hugann. Engin reynsla eða þekking er nauðsynleg – bara mæta! Allir velkomnir!

 

5. apríl, fimmtudagur kl. 16.30

Sögustund á pólsku: Biblioteka miejska w Dalviku zaprasza dzieci na czytanie polskich bajek, które odbywać się będzie raz lub dwa razy w miesiącu. Spotkania odbywać się będą w kąciku dla dzieci naszej biblioteki. Zapraszamy do udziału dzieci wraz ze swoimi rodzicami i opiekunami, którzy opiekują się dziećmi i ponoszą za nie odpowiedzialność podczas trwania spotkania.

 

26. apríl, fimmtudagur kl. 10.30

Foreldramorgun með Rökstólum.  Tilvalið fyrir alla foreldra og fagaðlila sem koma að barnauppeldi.  Þátttakendur geta búist við að efla samskiptafærni sína, læra lausnir sem hennta mismunandi fjölskyldum og átta sig á því hvernig þeir geta notið foreldrahlutverksins til hins ítrasta.Samverustundin fer fram í barnahorni Bókasafns Dalvíkurbyggðar, börn eru að sjálfsögðu velkomin með foreldrum sínum og allir sem gætu haft áhuga á málefninu. Hlökkum til að sjá sem flesta!

 

26. apríl, fimmtudagur kl. 16.30

Ljósmyndagreining fyrir alla aldurshópa

Eflaust hafa margir heyrt um ljósmyndagreiningu á Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Nú köllum við eftir aðstoð fólk á öllum aldri við að greina ljósmyndir sem birtust í Bæjarpóstinum c.a. á árunum 1985-2004. Hægt verður að kaupa veitingar á Basalt+bistro á meðan á greiningu stendur og fer hún fram á stórum skjá í fyrirlestrasal Bergs. Allir velkomnir hvort sem þeir þekkja myndefnið eða ekki – það má líka koma bara til að sjá skemmtilegar myndir frá fyrri tímum.

 

27. apríl, föstudagur kl. 12.00 - 13.00

Hádegisfyrirlestur í samstarfi við Hestamannafélagið Hring – Svavar Hreiðarsson, knapi og íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og UMSE ásamt Valgeiri Valmundarsyni aðstoðarmanni hans.

Félagarnir munu lýsa viðburðaríku síðastliðnu ári og ferðinni á heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Farið verður yfir ferlið, allt frá því að keppnin gat varla talist hugmynd þangað til allt varð að veruleika. Svabbi er fyrsti og eini knapinn sem hefur keppt á heimsmeistaramóti fyrir hönd hestamannafélagsins Hrings.

 

Ekki gleyma að næla ykkur í páskabókina á Bókasafni Dalvíkurbyggðar fyrir páskafríið!

Hlökkum til að sjá ykkur um páskana