Færnismiðja á bókasafninu / Skills sharing workshop

Bókasafnið í samstarfi við Rökstólar kynna: Færnissmiðja / Local learning lab - Súrdeig II, 13.11.19 – kl. 16:30-18:00. 

 

Þeir sem ekki þekkja til Færnismiðjunnar þá snýst smiðjan einfaldlega um fjölbreytta jafningjafræðslu. Þetta er ekki hefðbundið námskeið þar sem einn kennir og hinir læra heldur tökumst við á við hversdagsleg viðfangsefni í sameiningu þar sem allir geta lagt eitthvað að mörkum, hvort sem þeir telja sig sérfræðinga í efninu eða ekki. 

Í síðustu smiðju í apríl, fjallaði smiðjan um súrdeig og brauðgerð. Margir tóku þátt, bæði þeir sem ekki þekktu til og aðrir sem höfðu haft einhver kynni við súrdeigs-notkun. Við fengum til okkar súrdeigs-sérfræðinginn Mathias Ju­lien Spoerry sem kynnti fyrir okkur sín kynni við súrdeig, en hann rekur einmitt súrdeigs-bakaríið Böggvisbrauð. 

Nú viljum við halda áfram með þetta þema og hvetjum við því þá sem tóku þátt í síðustu smiðju til að koma og segja frá sinni reynslu af súrdegi frá því síðast. Hvað gekk upp og hvað ekki ?

Lenka (umsjónarkona Færnismiðjunnar) mun leiða okkur í gegnum hvernig við getum lært af reynslu hvorannars, hvort sem hún sé vel- eða misheppnuð. Ykkar saga og reynsla skiptir máli, svo ekki vera feimin að koma og deila!

Mathias mun vera með okkur og halda áfram að miðla reynslu sinni úr sínu súrdeigs-ferli og hvernig honum hefur gengið að fara frá áhugamanna-bakstri yfir í rekstur!

Byrjendur og þeir sem hafa áhuga og eru forvitnir um efnið ættu ekki að láta þessa fróðlegu (og súru) færnismiðju framhjá sér fara! Þetta er vettvangur þar sem við lærum, fræðumst og deilum reynslu með hvoröðrum.

Þeir sem eiga súrdeigsmæður (súrdeigs-grunn) eða annað efni tengt súrdegi, mega endilega koma með til að sýna!

 

Óþarfi er að skrá sig, allir velkomnir og frítt inn. Smiðjan verður aðalega á íslensku og ensku, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir óháð tungumáli. 

Hlökkum til að fræðast með ykkur!

 

Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Rökstólar.

//

LOCAL LEARNING LAB, November 12th 2019, 16.30-18.00

We´re back with innovative learning space for all the locals interested in trying out new ways of learning, getting to know each other better and explore a topic of sourdough and breadmaking.

 

We encourage all those, who joined us in April, to come and share their experience and be a precious resource for others on ‘Dos and Don´ts’. Lenka, the facilitator, uses experiential learning as one of the main source on our learning journey and we will start co-creating a culture of failing forward together. Your stories matter, so bring them along!

Mathias, one of the locals who has big passion for sourdough breadmaking has promised to come and join us and share all his knowledge and experience.

Total beginners, or just those who are a little curious about the theme should join us and exchange and learn together. (you´re welcome to come with ‘sourdough mothers’ and/or any other material that you connect with the theme and want to share with others.)

This event is family friendly and knowledge of Icelandic is not a must.

 

We look forward to learning together,

Library and Rökstólar Learning Lab