Upplestur - Gummi og dvergurinn úrilli

Upplestur - Gummi og dvergurinn úrilli

Föstudaginn 9. ágúst kl. 11:30 les Dagbjört Ásgeirsdóttir leikskólakennari og rithöfundur upp úr nýútkominni barnabók sinni, Gummi og dvergurinn úrilli. Þetta er önnur bókin um Gumma og rebba en í fyrra gaf Dagbjört út bókina Gummi fer á veiðar með afa. 

Í þessari bók fellur Gummi óvart niður í dvergabústað. Það er óhætt að segja að annar dvergurinn var síður en svo ánægður!  
Til að fá að vita meira um afdrif Gumma hvetjum við alla til að mæta á bókasafnið á föstudaginn næstkomandi.