Svona sækir þú um að halda fjölbreytta viburði í Bergi
Umsókn skal senda í tölvupósti, sem viðhengi, á netfangið: berg@dalvikurbyggd.is
Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:
- Nafn umsækjanda (ábyrgðaraðila), lögheimili og símanúmer.
- Nefnið samstarfsaðila sem koma að viðburðinum og með hvaða hætti.
- Hefur umsækjandi veitingaleyfi á annarri starfsstöð?
- Er umsækjandi veitingaaðili í Dalvíkurbyggð? Tilgreinið hvar og hvernig starfsemi fer fram.
- Hver er fyrri starfsreynsla umsækjenda á þessu sviði?
- Hvaða dagsetningar er sótt um?
- Gerið grein fyrir því hvernig viðburð sótt er um að halda. Ef um matarviðburði skal tekið fram hvers konar veitingar eru.
- Greinið frá starfsfyrirkomulagi á meðan á tímabilinu stendur, þ.e. hversu margir starfsmenn verða, opnunartími og annað er gæti skipt máli.
- Hvernig styður umsóknin við fjölbreytni og fjölmenningu samfélagsins?
- Annað sem umsækjandi vill koma á framfæri.
Umsóknir um einkaviðburði og veislur skulu einnig sendast á netfangið berg@dalvikurbyggd.is
Þar er nóg að taka fram dagsetningu sem óskað er eftir, tilefnið og hvaða rými er sótt um til leigu.
Frekari fyrirspurnir og spurningar skulu sendar á framkvæmdarstjóra á netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is eða í síma: 8483248