Starfsreglur stjórnar

Starfsreglur stjórnar

Alltaf er opið fyrir umsóknir um aðstöðu fyrir einkaveislu (þ.e. – einkaveislur lúta ekki bókunargluggum) og um þær gildir að fyrstur kemur fyrstur fær.

Dagsetningum og tímum sem eftir standa að lokinni úthlutun fyrir hvert umsóknar-tímabil er ráðstafað til þeirra sem fyrstir óska eftir þeim.
Sæki fleiri en einn aðili um sömu dagsetningu og tíma hefur stjórn eftirfarandi til viðmiðunar við úthlutun:

Gefið eru eitt stig ef eftirfarandi á við um umsækjanda:
• Hefur sjálfur veitingaleyfi á annarri starfsstöð.
• Er veitingaaðili í Dalvíkurbyggð.
• Hefur átt í farsælu samstarfi við Menningarfélagið Berg ses.
• Umsækjandi er skráður með lögheimili í Dalvíkurbyggð.
• Umsækjandi sækir um margar samfelldar dagsetningar.
• Umsókn telst hagkvæm fyrir Menningarfélagið Berg ses.
• Umsókn styður við fjölbreytni og fjölmenningu samfélagsins.

Þeir sem sitja í stjórn og varastjórn geta sótt um dagsetningar í umsóknartímabili bókunarglugga en teljast þá vanhæfir við mat og afgreiðslu umsókna.  

Stjórn og varastjórn getur eins og aðrir alltaf sótt um einkaveislur.

Eftir að hafa fengið staðfestingu um bókun þarf umsækjandi að borga staðfestingargjald 10.000 krónur fyrir hverja dagsetningu. Staðfestingagjaldið gengur upp í 15% þóknun Menningarfélagsins. Ef hlutur Menningarfélagsins nær ekki 10.000 greiðir Menningarfélagið umsækjanda mismuninn til baka að tímabili loknu.
Undirritaður er samningur milli umsækjanda og Menningarfélagsins Bergs ses. þar sem farið er yfir skilmála og þeir samþykktir sem viðauki við samning.