Spennandi atvinnutækifæri í Menningarhúsinu Bergi

Spennandi atvinnutækifæri í Menningarhúsinu Bergi

 

Starf umsjónarmanns Menningarhússins Bergs laust til umsóknar

Menningarfélagið Berg ses. óskar eftir umsóknum fyrir starf umsjónarmanns Menningarhússins Bergs. Um er ræða 100% starf, a.m.k. til áramóta. Æskilegt er að umsækjendur gætu hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Starfið, samhliða framtíðarsýn hússins, er í mótun og starfslýsing gæti tekið mið af því í samvinnu við þann starfsmann sem verður valinn. Helstu verkefni umsjónamanns eru: þrif á húsnæði, umsjón með kaffihúsi, undirbúningur fyrir viðburði í húsinu og önnur tilfallandi verkefni.

  • Mikill kostur er að fólk hafi starfsreynslu á sviði framreiðslu matar og kaffidrykkja
  • Rík þjónustulund, stundvísi og lausnamiðun er mikilvæg í starfi.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri

Umsækjendur þurfa að vera sveigjanlegir í starfi og opnir fyrir að taka þátt í að móta spennandi, framsækið og metanaðrfullt starf í Menningarhúsinu Bergi.

 

Umsóknarfrestur til 8. ágúst

Allar frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 823-8616 eða 460-4931

eða á netfangið berg@dalvikurbyggd.is

Fyrir hönd stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs