Menningarráðstefna í Bergi

Menningarráðstefna í Bergi
Menningarráð Dalvíkurbyggðar býður öllum áhugasömum um menningarmál í sveitarfélaginu til Menningarráðstefnu í Bergi næstkomandi laugardag.
Tilgangur ráðstefnunnar er að ná til einstaklinga og hópa sem starfa við menningartengdar eða skapandi listgreinar, einyrkja sem og félagasamtök, áhugafólk og fagfólk. Hvernig getum við stutt við hvort annað og eflt betur listafólk í nærsamfélaginu?
 
Dagskrá
Fundarstjóri: Gísli Bjarnason
 
Boðið upp á léttan hádegisverð
 
Tónlistaratriði frá Sölku kvennakór
 
Kynning á markmiði og tilurð ráðstefnunnar.
 
Stutt erindi frá völdum listamönnum
Ragnhildur von Weisshappel – myndlist
Ella Vala Ármannsdóttir – Tónlist
Leikfélag Dalvíkur – Leiklist
Lovísa María Sigurgeirsdóttir – Ritlist
Björk Hólm og Jóhann Már ræða starfsemi innan Menningarhússins og framtíðarsýn
Fulltrúi SSNE segir frá menningartengdum styrkjamöguleikum.
 
Tónlistaatriði frá Sölku kvennakór
 
Óformlegt spjall við fulltrúa allra flokka í komandi sveitastjórnarkosningum
Fólk er hvatt eindregið til að staldra við að ráðstefnu lokinni og halda spjallinu opnu.
 
Við viljum heyra raddir íbúa sveitarfélagsins sem eru að vinna að skapandi efni, við viljum vita af ykkur, vera sterkari saman og heyra ykkar skoðanir á því hvernig við viljum sjá menningarstarf í Dalvíkurbyggð þróast til framtíðar.
 
Allir velkomnir og frítt inn!