Menningarhúsið Berg lokað til 2. desember

Menningarhúsið Berg lokað til 2. desember

Nú er Menningarhúsið okkar komið í jólafötin, enda ekki eftir neinu að bíða!

Því miður verður húsið lokað, a.m.k. til 2. desember – eftir þann tíma getum við vonandi haldið áfram með nokkuð eðlilegum hætti.
 
Á sama tíma og húsið opnar mun Bergþóra Jónsdóttir opna nýja og glæsilega sýningu í salnum sem gengur undir heitinu Systralag II. Formleg opnun verður auglýst síðar en það er augljóst að fólki er óhætt að leyfa sér að hlakka til.
 
Við munum að sjálfsögðu reyna að stytta biðina til jóla með margvíslegum hætti og munum segja ykkur betur frá jóladagatalinu “Jólamenning – talið niður í jólin” þegar nær dregur desember.
Við bendum ykkur á að skoða heimasíðu/fésbókarsíðu bókasafnsins til að uppfæra ykkur á nýjustu tilkynningum þar varðandi bókapantanir, skil og bókaskutl.
 
Farið vel með ykkur og mikið hlökkum við til að fá ykkur aftur í húsið