Menningarhúsið Berg - dagskrá septembermánaðar

Menningarhúsið Berg - dagskrá septembermánaðar

Nú þegar fer að hausta með smalamennsku, kertaljósum á síðkvöldum og örlítið meiri rútínu er gott setjast niður og horfa yfir farinn veg. Eins og við höfum öll fengið að finna fyrir hafa takmarkanir í samfélaginu haft áhrif á starfsemi Menningarhússins þó við höfum náð ágætum sprettum inn á milli.

Það gleður okkur að kynna fyrir ykkur dagskrá septembermáðar en við höfum endurvakið upplýsingableðilinn góða sem mun fljúga inn um lúgur íbúa Dalvíkurbyggðar á allra næstu dögum.

Uppistand með Bergi Ebba - Kynslóðir: laugardaginn 3. september kl. 20. Húsið opnar kl. 19:30 en miðasala fer fram á www.tix.is. Hægt verður að nálgast miða við innganginn en ef þú vilt tryggja þér sæti mælum við að sjálfsögðu með að kaupa miðann sem fyrst.

Sjónlist mánaðarins er að þessu sinni samansafn verka eftir konur í Dalvíkurbyggð. Konur af ólíkum uppruna með búsetu í Dalvíkurbyggð munu dagana 5., 6., og 7. september vinna að verkum sem bera titilinn "HEIMA". Verkin verða sýnd í Menningarhúsinu Bergi en opnun sýningarinnar mun fara fram laugardaginn 10. september kl. 14.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að koma og hver veit nema hægt verði að versla eitthvert góðgæti á kaffihúsinu.

 

Við leitum enn að umsjónaraðilum kaffihússins en opið er fyrir umsóknir til 5. september. 

 

 

Við vonumst svo til þess að veturinn fari ljúflega með ykkur og hlökkum til að sjá sem flesta, unga sem aldna.

Fylgist endilega með Menningarhúsinu Bergi á Facebook og Instagram, þar koma inn tilkynningar um uppákomur og viðburði.