Menningarfélagið óskar eftir nýjum umsjónaraðilum

Menningarfélagið óskar eftir nýjum umsjónaraðilum

Nú er sumarið senn á enda og sömuleiðis tíma okkar með Böggvisbrauð í húsinu. Sumarið er búið að vera frábært og alveg magnað að vinna með svo kraftmiklum og skapandi umsjónaraðilum eins og Böggvisbrauði. Nú snúa þau sér aftur að vetrarstörfum, kennslu, söng og hljóðfæraleik og auðvitað áframhaldandi súrdeigsbakstri.

Viðtökurnar hafa verið alveg frábærar og þökkum við öllum sem lögðu leið sína til okkar í húsið í sumar.

Nú tekur við nýtt tímabil og hvetjum við því alla áhugasama að kynna sér möguleikann á því að vera umsjónaraðilar fyrir kaffihúsið í Menningarhúsinu Bergi. Ný tækifæri fyrir nýja einstaklinga. Við skoðum bæði umsóknir til lengri og skemmri tíma.

Umsóknir má senda á bjork@dalvikurbyggd.is en einnig má hringja í síma 848-3248 fyrir frekari spurningar.

 

Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið þá koma hér nokkur orð um það. 

Í júlí á síðasta ári ákvað stjórn Menningarfélagsins Bergs að breyta fyrirkomulaginu á rekstri kaffihússins. Ákveðið var að ganga ekki til samninga við einn aðila til lengri tíma heldur hafa reksturinn opnari og gefa þannig fleirum möguleika. 

Hugmyndin af starfsemi kaffihússins er því líkari fyrirkomulaginu að listasalnum þar sem reglulega er breytt um listasýningar og fjölbreyttir straumar og stefnur fá að njóta sín. 

Öll sala í húsinu fer í gegnum kassakerfi Menningarfélagsins og starfa umsjónaraðilar alltaf í umboði félagsins. Menningarfélagið tekur síðan 15% þóknun af seldum vörum/þjónustu og á þetta við um alla starfsemi í húsinu sem rekin er í gróðaskyni, s.s. sala á kaffihúsi/bar, tónleikar, listviðuburðir, listasýningar og annað þar sem seldur er aðgangseyrir. 

Hægt er að leigja salinn eða aðstöðu til veisluhalda og gildir þá önnur gjaldskrá. Sjá nánar HÉR.

Hægt er að sækja um einn dag, helgi, viku eða lengri tíma sé þess óskað. Hugmyndin er að allir hafi jafna möguleika á að láta ljós sitt skína í Menningarhúsinu okkar. Starfandi veitingaaðilar í Dalvíkurbyggð geta einnig tekið að sér aðstöðuna og haldið stærri viðburði.