Lokað í Bergi á meðan hertar takmarkanir eru í gildi

Lokað í Bergi á meðan hertar takmarkanir eru í gildi

Lokað á meðan hertar aðgerðir standa yfir!

Menningarhúsið Berg verður lokað á meðan hertar samkomutakmarkanir stjórnvalda eru í gildi. 

Öll starfsemi í húsinu fellur niður á meðan á þessum tíma stendur. Við bindum miklar vonir við að hægt verði að opna aftur með óskertri þjónustu í seinasta lagi 17. nóvember. 

Menningarhúsið Berg hefur verið nýtt undir sýnatöku íbúa í vikunni sem er að líða og mun áfram þjónusta HSN í komandi viku. 

 

Við munum auglýsa opnun vel og vandlega á samfélagsmiðlum og hér á heimasíðunni og biðjum ykkur því að fylgjast vel með. 

 

Bókasafn Dalvíkurbyggðar er einnig lokað yfir þetta tímabil en áfram er hægt að panta Bókaskutl og hafa samband við starfsfólk í síma 460-4930. Allar upplýsingar um starfsemi þeirra er að finna á heimasíðu og fésbókarsíðu bókasafnsins.

 

Við erum í þessu saman - það birtir alltaf til á endanum <3