Laus störf í Menningarhúsinu Bergi

Laust starf í Menningarhúsinu Bergi - Desember 2021

Menningarfélagið Berg ses. auglýsir eftir framkvæmdastjóra fyrir Menningarhúsið Berg á Dalvík frá 1. Des 2021 eða samkvæmt samkomulagi.
Um er að ræða 50% stöðuhlutfall.
Umsóknarfrestur er til og með 10. Nóvember 2021.

Hæfniskröfur
• Frumkvæði og þörf fyrir að ná árangri.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Reynsla og þekking sem nýtist í starfi æskileg.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.

Ábyrgðarsvið
• Ábyrgð á rekstri og starfsemi menningarhússins.
• Ábyrgð á framkvæmd stefnu Menningarfélagsins Bergs ses.

Helstu verkefni
• Kynningarmál og auglýsingar.
• Utanumhald um viðburði í menningarhúsi s.s. hugmyndavinnu, skipulagningu og fjárhagslega umsýslu.
• Styrkumsóknir til starfsemi menningarhúss og stuðla að samstarfi á milli ýmissa aðila.

Ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir ástæðu og hæfni skal fylgja umsókn á netfangið berg@dalvikurbyggd.is Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum umsóknum sem berast.
Allar frekari upplýsingar veitir Björk Hólm framkvæmdastjóri í síma 848-3248 og Freyr Antonsson formaður stjórnar í síma 897-6076 eða á netfangið berg@dalvikurbyggd.is.
Stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.

 

Stjórn Menningarfélagssins vekur athygli á að umsjón með kaffihúsi félagsins geta hentað með starfi framkvæmdastjóra og mögulegt er að sækja um hvoru tveggja.


Menningarhúsið Berg er staðsett í hjarta Dalvíkur. Þar er kaffihús, bókasafn og salur til ýmissa nota. Menningarfélagið Berg ses. sér um rekstur hússins og alla almenna dagskrá. Starfsemin í húsinu hefur verið fjölbreytt frá opnun þess s.s. tónleikar, bíósýningar, fundir, ráðstefnur og myndlistasýningar en náin samvinna er á milli kaffihússins, bókasafnsins og framkvæmdastjóra Bergs um dagskrá hússins. Í starfinu felst m.a. ábyrgð á rekstri og starfsemi menningarhússins í umboði Menningarfélagsins Bergs ses.