Það er ósköp notaleg hefð að setjast niður með góðum vinum og njóta góðs matar í notalegu umhverfi. Það er ósk okkar að geta boðið upp á slíka stemningu í Menningarhúsinu Bergi nú fyrir jólin og vantar okkur samstarfsaðila í verkefnið.
Við leitum að einhverjum sem getur tekið að sér jólahlaðborð eða jólamatseðil en við erum opin fyrir alls kyns útfærslum.
Ef þú hefur einhverja skemmtilega hugmynd þá viljum við endilega fá að heyra frá þér.
Nánari upplýsingar hjá Helgu Kristínu framkvæmdastjóra á berg@dalvíkurbyggd.is
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is