Brother Grass með tónleika

Hljómsveitin Brother Grass heldur tónleika í Bergi næstkomandi föstudagskvöld, 19. júlí, kl. 21:00.
Brother Grass sem er vöknuð af dvala eftir langan vetur, hefur þegar náð samhljómi á ný, tilbúin að töfra fram tóna sína sem aldrei fyrr.
Þau hefja sumarið á heimaslóðum Tjarnarsystkinanna Arnar og Aspar, í Bergi á Dalvík.

Miðaverð er kr. 2.000. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Hljómsveitin Brother Grass var stofnuð 25. ágúst 2010 þegar Hildur, Sandra, Soffía og Ösp ákváðu að halda saman bluegrass tónleika. Þær fengu til liðs við sig gítarleikarann Örn Eldjárn til að spila með sér á litlum tónleikum 25. ágúst 2010 og var þá ekki aftur snúið!  Hafa þau tínt til ýmis bluegrass og suðurríkja lög og útsett í eigin stíl, þar sem þvottabali, gyðingaharpa og víbraslappi koma meðal annar svið sögu.