17. júní hátíðarhöld í Dalvíkurbyggð

Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni - allir fánar á loft!

Kl. 11:00 17. júní hlaupið fer fram á íþróttavellinum á Dalvík í umsjón frjálsíþróttadeildar UMFS. 
Skráning á staðnum fyrir hlaup og verðlaunaafhending að hlaupi loknu.

Byggðasafnið Hvoll verður opið frá kl. 11 - 18. Frítt inn í tilefni dagsins.

Kl. 13:00
 Skrúðganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöð að Menningarhúsinu Bergi í fylgd Hestamannafélagsins Hrings. Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega og taka með sér fána og veifur. 50 fyrstu sem mæta fá óvæntan glaðning.

Kl. 13:30 Hátíðarstund í Menningarhúsinu Bergi
Ávarp fjallkonunnar 
Hátíðarræða 
Tónlistaratriði
Andlitsmálning – ókeypis andlitsmálning fyrir krakka. 

Kl. 15:00 Karamellurigning - Elvar Antonsson dreifir góðgæti af himni fyrir ofan kirkjuna. Við biðjum foreldra að gæta þess að eldri börn fari varlega og hlaupi ekki þau yngri niður í baráttu um karamellurnar - það er nóg handa öllum!

Kl. 15:15 

Hestamennska - Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn hans teyma hesta undir börnum við Krílakot að lokinni hátíðarstund.

Mótorhjólafákar Dalvíkurbyggðar—hittast á planinu norðanmegin við Safnaðarheimilið og taka einn hring í kringum bæinn. Bæjarbúum gefst svo kostur á að skoða hjólin að því loknu.

Leiktæki í umsjón Björgunarsveitarinnar við Berg. Nýjung verður í ár vegna mikillar bleytu í kirkjubrekkunni. Hoppukastali verður á staðnum ásamt risa krikketti og fleira.

Hátíðarkaffi - Frjálsíþróttadeild UMFS selur hátíðarkaffi í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju að lokinni hátíðarstund. Verð 13 ára og eldri 1.500 kr, börn 6 - 12 ára 500 kr. Frítt fyrir börn 0—6 ára miðast við leikskólaaldur. Kaffið stendur til kl 17:00.


Kl. 18:30 — 21:00 Sundlaugarfjör í Íþróttamiðstöð Dalvíkur. Friðrik Dór skemmtir sundlaugargestum. Meistaraflokkur Dalvík/Reynis mun selja pylsur og djús. Gestir eru velkomnir á bakkann og í sund.
Ókeypis aðgangur og er fatasund í hreinum fötum leyfilegt þennan dag !

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ