Opið fyrir umsóknir um fjölbreytta viðburði í Bergi
Menningarfélagið Berg auglýsir eftir umsóknum um fjölbreytta viðburði í Bergi. Opið verður fyrir hvern sem er að sækja um að vera með t.d. hádegismat, kaffihús, tónleika og aðra fjölbreytta viðburði. Hægt er að sækja um einn dag, helgi, viku, mánuð eða mánuði -allt er til umræðu. Einstaklingar sem sækja um aðstöðuna með það að leiðarljósi að selja þjónustu borga ekki leigu í Menningarhúsinu Bergi en greiða hins vegar 15% af veltu til Menningarfélagsins Bergs ses.
15. janúar 2021