Fundargerð, 98. fundur Menningarfélagsins Bergs ses.

98. fundur í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.

Haldinn í Bergi 26. október 2020. Fundur hófst kl. 17:15.

Mætt: Freyr Antonsson, Dóróþea Reimarsdóttir, Gunnþór E. Gunnþórsson og Björk Hólm Þorsteinsdóttir.

Dagskrá:

  1. Tillaga að samningi við Dalvíkurbyggð

Forstöðumaður og stjórnarformaður lögðu fram drög að samkomulagi milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um að til frambúðar verði framkvæmdastjórn í Bergi hluti af starfi forstöðumanns safna og að annar starfsmaður taki við hluta þeirra verkefna sem framkvæmdastjóri sinnti áður. Tilraun hefur verið í gangi varðandi þetta frá því í febrúar sl. og gefist vel. Stjórn Menningarfélagsins Bergs ses samþykkti drögin með lítilsháttar breytingum. Þau eru einnig til meðferðar hjá starfs- og kjararáði Dalvíkurbyggðar og munu á næstu dögum verða lögð fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar en Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs vann að þeim ásamt Björk og Frey.

 

  1. Endurskoðun á styrktarsamningi við Dalvíkurbyggð

Samhliða skipulagsbreytingunum  þarf að endurskoða styrktarsamning milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Berg ses en hann hefur staðið óbreyttur frá árinu 2013.  Styrktarsamningurinn var yfirfarinn og tillögur gerðar að breytingum. Samþykkt að forstöðumaður fylgi báðum samningsdrögunum eftir á fundi byggðaráðs ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

 

  1. Fjárhagsstaða

Björk gerði grein fyrir fjárhagsstöðunni sem er betri en við mætti búast miðað við aðstæður í samfélaginu.

 

  1. Næstu misseri í húsinu (jólahlaðborð, viðburður, fjáröflun)

Farið yfir viðburðadagatal út árið en vegna óvissunnar er óljóst hvernig næstu vikur verða.

 

  1. Velunnarafélag-Menningarfélag sem fleiri geti komið að

Forstöðumaður og formaður sögðu frá vangaveltum þeirra um að gefa fleirum hlutdeild í Menningarfélaginu Bergi ses eða stofna velunnarafélag þess. Lagt fram til umhugsunar.

 

  1. Jólaskreytingar

Fundarmenn eru sammála um að nauðsynlegt sé að lýsa upp húsið í tengslum við jól. Fjármunum sem ætlaðir voru til gluggaþvottar verði varið í jólaskreyingar en gluggaþvottur bíði vors. Starfsmönnum hússins falið að koma með tillögur að útfærslu skreytinganna.

 

  1. Desembersýning í Bergi

Enginn hefur sóst eftir að setja upp sýningu í Bergi í desember. Forstöðumanni heimilað að bjóða næsta sýnanda að verk hans verði áfram til sýnis út árið.

 

Fundi slitið kl. 19:00.