Náms- og starfsráðgjafi

Náms- og starfsráðgjafi Dalvíkurskóla, Guðný Jóna Þorsteinsdóttir, veitir náms- og starfsráðgjöf í Árskógarskóla og geta nemendur og/eða forráðamenn bókað viðtöl í gegnum netfangið gudnyjona@dalvikurbyggd.is  eða í síma Dalvíkurskóla 460-4980. 

Hlutverk

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð og hagsmuni allra nemenda. Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar forvarnar- og velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Meðal annars með því að:

·        leiðbeina nemendum um námstækni, skipulögð vinnubrögð og námsvenjur

·        aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir hæfileikum og áhugasviðum sínum og setja sér markmið

·        vera trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu

·        vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla

·        hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu að kynna nemendum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi

·        veita persónulega ráðgjöf og stuðning m.a. vegna erfiðra samskipta, kvíða og eineltis

 

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.