Námskrár, starfsáætlun, lög

Skólanámskrá þessi gerir grein fyrir því hvernig skólinn útfærir nám og kennslu samkvæmt því svigrúmi sem lög, reglugerðir, aðalnámskrár og skólastefna Dalvíkurbyggðar veita. Skólanámskrá Árskógarskóla er upplýsingarit um skólann. Ritið er gefið út árlega þar sem koma fram helstu upplýsingar um skólann, áherslur og markmið með skólastarfinu, skipulag og helstu verkefni skólaársins, fyrirkomulag kennslu, venjur og siðir í skólanum o.s.frv. Starfsáætlunin er hluti af skólanámskrá skólans og byggir á starfsvenjum okkar ásamt þeim ábendingum sem fram koma í mati á skólastarfinu á hverjum tíma um hvað megi betur fara og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta skólann. Fyrst er stefnumarkandi hluti skólanámskrárinnar en hann lýtur að skólastarfinu í heild, óháð einstökum námsgreinum. Síðari hlutinn er árganganámskrá leik- og grunnskólastigs þar sem nánari lýsingu á námi og kennslu er að finna. Skólanámskrá er unnin af starfsfólki skólans og skal endurskoðuð ár hvert. Ákvæði um skólanámskrá er í leik- og grunnskólalögum og Aðalnámskrám leik- og grunnskóla. Skólanámskráin er birt á heimasíðu skólans en einnig er hægt að fá hana útprentaða ef þess er óskað.