Starf skólaliða (félagsheimili og skóli)

Starf skólaliða (félagsheimili og skóli)

Við Árskógarskóla er laust til umsóknar 50% starf skólaliða frá 13. ágúst 2019. Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með miðstigi grunnskóla. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.

Nánar um skólann á heimasíðu: http://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/

Starfið felst aðallega í þrifum og ræstingu í skóla og félagsheimili sem og lítilsháttar innkaupum. Starfsmaðurinn þarf að vera sveigjanlegur og tilbúinn að vinna með nemendum og starfsfólki að tilfallandi verkefnum.

Leitað er að aðila sem: 

  • Sýnir frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleika í vinnubrögðum.
  • Hefur áhuga á vinnu með börnum og á auðvelt með samskipti við börn.
  • Hefur hreint sakarvottorð.
  • Er reglusamur og samviskusamur.
  • Er snyrtilegur og ber virðingu fyrir umhverfi skólans.
  • Hefur gleði og umhyggju að leiðarljósi.

Vinnutíminn er 9-13 eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að sá sem er ráðinn geti hafið störf 13. ágúst.

Allar nánari upplýsingar gefur Jónína Garðarsdóttir skólastjóri

í síma 460-4971, 899-4933 eða jonina.gardars@dalvikurbyggd.is.

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið jonina.gardars@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2019