112-dagurinn

112-dagurinn

Í dag buðum við Villa slökkviliðsstjóra í heimsókn til okkar á Hólakot og Kátakot í tilefni að 112-deginum sem er á morgun. Hann spjallaði við börnin um hvað þarf að hafa í huga varðandi brunavarnir, t.d. hvort reykskynjarar væru í lagi, hvort útgönguleiðir úr húsinu væru greiðfærar og hvað þau geta passað heima til þess að koma í veg fyrir eldsvoða. Þau voru áhugasöm um þetta og spurðu allskonar spurninga. Við áætlum svo seinna í vetur að fara í heimsókn í Slökkvistöðina og fá að skoða bílana en þá í minni hópum.