Umhverfisráð

288. fundur 10. mars 2017 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
  • Marinó Þorsteinsson varamaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Ásdís Svanborg Jónasdóttir. Kristín Dögg Jónsdóttir boðaði einnig forföll og í hennar stað mætti Marinó Þorsteinsson.
Margrét Víkingsdóttir kom inn á fundin kl. 08:16

1.Þjónustukannanir

Málsnúmer 201702026Vakta málsnúmer

Margrét Víkingsdóttir mun kynna niðustöðu þjónustukönnunar umhverfis- og tæknisviðs.
Margrét vék af fundi kl. 08:30
Alfred Schiöth frá HNE og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri mættu undir þessum lið kl. 09:00

2.Meðferð úrgangs í námu neðan við Hringsholt

Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer

Til umræðu bréf dags. 16. desember frá HNE vegna meðferðar á úrgangi í námu neðan við Hringsholt ásamt tillögum að úrbótum frá húseigendafélaginu dags. 17. febrúar 2017.

Einnig er á dagskrá samvinna HNE og Dalvíkurbyggðar.

Ráðið þakkar þeim Alfred og Vali fyrir gagnlega umræðu og leggur til að fulltrúar frá húseigendafélags Hringsholts ásamt fulltrúum frá HNE verði boðaðir á fund sem fyrst vegna þessa máls.
Alfred og Valur viku af fundi kl.09:57

3.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Til kynningar mánaðarlega stöðuskýrsla.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við fjós mhl 20

Málsnúmer 201703035Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Gunnsteinn Þorgilsson eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós mhl 20 að Sökku Svarfaðardal samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201703037Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Þorleifur Kristinn Karlsson eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós mhl 15 að Hóli samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir mhl 02 baðhús

Málsnúmer 201703044Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. mars 2017 óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir sturtuhús mhl 02 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Leyfi til að losa kjarna á grjótnámu í Sauðanesi.

Málsnúmer 201703036Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Þorsteinn K. Björnsson fyrir hönd Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar eftir leyfi til efnistöku í grjótnámu við Sauðanes samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi til Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Varðar aðkomu sveitarfélgsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna

Málsnúmer 201702045Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi Hjörleifs Hjartarssonar frá 8. febrúar 2017 vegna aðkomu sveitarfélgsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna ásamt ársskýrslu 2016.
Þar sem samningur Dalvíkurbyggðar við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla er í endurskoðun ásamt verndaráætlun fyrir svæðið eru ekki forsendur til að gera umsjónarsamning um Friðland Svarfdæla. Ráðið vill einnig benda á að samkomulagið við Náttúrusetrið á Húsabakka rann út 31.maí 2016 en var ekki sagt upp eins og fram kemur í innsendu erindi.

Ráðið leggur áherslu á að gengið sé eftir því við Umhverfisstofnun að lokið sé við gerð samningsins svo hægt sé að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Friðlands Svarfdæla.

9.Varðar rafhleðslustöð og tengingu á henni

Málsnúmer 201702072Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þakkar Orkusölunni fyrir sitt framlag. Ráðið leggur til að gert verði ráð fyrir að stöðinn verði sett upp á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Múlagöng - sameiginlegt bréf frá Slökkviliðum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201306043Vakta málsnúmer

Til kynningar viðbragðaáætlun frá Vegagerðinni dags. 21. febrúar 2017.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna Múlaganga.

11.Framkvæmdarleyfi vegna borunar eftir heitu vatni í landi Syðri Haga, Víkurbakka og Ytri Víkur.

Málsnúmer 201702104Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn Norðurorku dags.18.02.2017 um framkvæmdarleyfi í landi Syðri-Haga.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

12.Lýsing á þjóðvegum í þéttbýli

Málsnúmer 201702111Vakta málsnúmer

Til kynningar erindi frá Vegagerðinni dag. 23.febrúar 2017 vegna breytinga á fyrirkomulagi götulýsingar í þéttbýli.
Sviðsstjóri upplýsir að engir misbrestir séu á greiðslum frá Vegagerðinni til handa sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

13.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 201703027Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 6. mars 2017 óskar Fjallabyggð eftir umsögn vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

14.Svæðisskipulag 2012-2024

Málsnúmer 201310070Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð Svæðiskipulagsnefndar Eyjafjarðar
Lagt fram til kynningar

15.Skipulag í landi Snerru, Svarfaðardal

Málsnúmer 201701034Vakta málsnúmer

Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram til kynningar. Deiliskipulag í landi Snerru,Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð.

Lögð fram drög að deiliskipulagi í landi Snerru í Svarfaðardal ásamt greinagerð.



Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Deiliskipulag við Kirkjuveg, Dalvík

Málsnúmer 201311291Vakta málsnúmer

Deiliskipulag við Kirkjuveg á Dalvík



Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 19. janúar 2017 með athugasemdafresti til 2. mars 2017. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umsagnir lagðar fram til kynningar.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna ásamt húsakönnun og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
  • Marinó Þorsteinsson varamaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs