Sveitarstjórn

289. fundur 21. febrúar 2017 kl. 16:15 - 17:33 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808, frá 19.01.2017

Málsnúmer 1701011Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

3. liður.

4. liður.

5. liður, sérliður á dagskrá.

6. liður.
  • Tekið fyrir samþykkt kauptilboð, með fyrirvara um samþykki byggðaráðs og sveitarstjórnar, í húseignina við Hólaveg 1 á Dalvík, dagsett þann 13. janúar 2017. Kaupverðið er kr. 18.500.000. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og söluna á húseigninni við Hólaveg 1.
  • Borist hefur fyrirspurn frá fasteignasala hvort standi til að selja Sundskála Svarfdæla.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda opinn fund sem fyrst að Rimum um framtíð Sundskála Svarfdæla, áætlað miðvikudaginn 1. febrúar n.k. kl. 16:30.
    Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum.
  • Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað: „Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið. Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.“ Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sínum og umhverfisstjóra með bréfritara sem og því erindi sem hann sendi þann 15.12.2016 til bréfritara í framhaldinu, en með því erindi fylgdi kostnaðaáætlun fyrir verkefnið ásamt uppdrætti og öðrum gögnum. Til umræðu ofangreint.
    Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins. Beiðni bréfritara um þátttöku sveitarfélagsins í fjármögnun verkefnsins er vísað til umfjöllunar í byggðaráði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

    Samkvæmt innsendum gögnum, dagsett þann 15. desember 2016, þá er áætlun Ektafisks ehf., Níelsar Jónssonar ehf. og Kussungs ehf. hvað varðar kostnað sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð kosti alls um kr. 3.056.000 vegna þjónustugáms og niðursetningar á honum ásamt lögnum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808 Ofangreindu erindi hvað varðar kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins er hafnað í byggðaráði; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson greiðir atkvæði með, Guðmundur St. Jónsson greiðir atkvæði á móti, Heiða Hilmarsdóttir situr hjá.

    Guðmundur St. Jónsson gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
    "Ég fagna frumkvæði heimamanna en tel því miður að sveitafélagið geti ekki komið að þessu verkefni með þeim hætti sem óskað er. Þetta verkefni fellur undir samkeppnismarkað þar sem ekki er um frumkvöðlastarfsemi að ræða. Ef sveitarfélagið vill taka upp annars konar styrki við íbúa eða fyrirtæki, eins og hér er beðið um, þurfa að gilda um það reglur líkt og er um frumkvöðlastyrki sveitarfélagsins, svo forsendur slíkra styrkja séu skýrar og jafnræðis sé gætt.“

    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
    "Ég tel að sveitarstjórn eigi að ýta undir frumkvæði heimamanna á stað eins og Hauganesi þar sem byggð hefur lengi verið brothætt og fólki fækkað. Slíkt verkefni mun styrkja stoðir atvinnulífs á staðnum sem og styrkja búsetu í sveitarfélaginu öllu."
    Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur fram eftirfarandi bókun:

    "Í ljósi nýrra upplýsinga um stöðu mála vegna væntanlegs tjaldsvæðis á Hauganesi mun ég Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sitja hjá við afgreiðslu málsins. Málsaðilar sem óskuðu eftir þátttöku sveitarfélagsins um fjármögnun verkefnisins hafa nú leitað annarra leiða til að undirbúa verkefnið s.s. með smíði aðstöðuhúss og niðursetningar á lögnum. Í ljósi misskilnings milli málsaðila og starfsmanna sveitarfélagsins um upphaf framkvæmda og leyfi til þeirra á þeirri lóð sem ætluð er í verkefnið, er mikilvægt að lóðinni verði formlega komið í hendur umsækjenda samkvæmt reglum sveitarfélagsins áður en lengra er haldið. Mitt mat er í ljósi málsins að sveitarfélagið kosti þær lagnir og jarðvinnu sem nú þegar er fallið til en það er óverulegur kostnaður en ýtir undir að þessi framkvæmd verði að veruleika til hagsbóta fyrir atvinnulíf á Hauganesi."

    Einnig tók til máls:
    Guðmundur St. Jónsson.


    Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðaráðs 6 atkvæðum að hafna erindinu, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson situr hjá.
  • Á 85. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 5. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekin fyrir styrkumsókn frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE). Óskar UMSE eftir styrk vegna ársþings UMSE sem haldið verður í Dalvíkurbyggð árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atvkæðum að leggja til við Byggðaráð að UMSE verði styrkt sem nemur húsaleigu í Árskógi. Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allar styrkumsóknir berist að hausti ár hver, þegar Dalvíkurbyggð auglýsir eftir styrkumsóknum svo hægt verði að gera ráð fyrir þeim við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert."

    Samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þá er húsaleigan kr. 15.500.

    Til umræða ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita UMSE styrk á móti húsaleigu kr. 15.000, tekjur bókaðar á deild 06530 og styrkur á móti á sömu deild.
  • Tekið fyrir erindi frá Akureyrarbæ, dagsett þann 13. janúar 2017, þar sem fram kemur að á fundi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar þann 6. desember 2016 var samþykkt bókun þess efnis að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Þá verði jafnframt skoðað hvort aðrar sameiningar þyki fýsilegri í ljósi aðstæðna.

    Með bréfi þessu er hugur sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar til samstarfs um gerð slíkrar könnunar kannaður. Óskað er eftir svari við bréfi þessu fyrir 3. febrúar n.k.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt i ofangreindri fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaga, Guðmundur St. Jónsson situr hjá.
  • Tekið fyrir dreifibréf frá Ríkiskaupum sem barst í rafpósti þann 16. janúar 2017 sem er tilkynning til opinberra aðila um fyrirkomulag opinberra innkaupa vegna aðildar að rammasamningum Ríkiskaupa. Allir opinberir aðilar sem nýtt hafa rammasamninga ríkisins eru áfram sjálfkrafa aðilar að þeim samningum. Í ársbyrjun senda Ríkiskaup tilkynningu um fyrirhuguð rammasamningsútboð á komandi ári. Þær stofnanir sem óska sérstaklega eftir að vera ekki aðilar að nýjum samningum vinsamlaga látið Ríkiskaup vita eigi síðar en 15. febrúar 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð haldi áfram aðild að rammasamningum Ríkiskaupa.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðulista bókhalds fyrir janúar - desember 2016 í samanburði við fjárhagsáætlun 2016, miðað við 17.01.2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar; 5. liður er sérliður á dagskrá; þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809, frá 26.01.2017

Málsnúmer 1701013Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

4. liður.

5. liður, sér liður á dagskrá.
  • Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fór í heimsókn á Dalvíkurhöfn.

    Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs ásamt starfsmönnum Hafnasjóðs kynnti starfsemina.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Lagt fram til kynningar.
  • Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar samþykkt samhljóða:

    "Fræðsluráð, á fundi sínum 14. desember 2016, hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna. Í skólunum hefur margt gott áunnist í vinnu með fjölmenningu og til er fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu er fjöldi fólks með ólíkan menningarbakgrunn og í þeim búa tækifæri til að gera gott samfélag enn betra. Árið 2009 gaf Eyþing (landshlutasamtök 13 sveitarfélaga á Norðausturlandi) út metnaðarfulla fjölmenningarstefnu og samkvæmt samtali mínu nú í janúar við framkvæmdastjóra Eyþings ætlar hann að taka það upp á stjórnarfundi að stefnan verði endurskoðuð þar sem fleiri hafa ljáð máls á því. Hann benti einnig á það að í nýrri byggðaáætlun er talsverð áhersla á málefni innflytjenda. Ég legg til að byggðarráð fari yfir stöðu mála fjölmenningar með það að markmiði að vinna að því að móta skýr markmið og setja fram fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Slík stefna verði unnin í samvinnu við Eyþing og skólana í Dalvíkurbyggð þar sem fjölmenningarstefnur eru til staðar og unnar fyrir íbúa í sveitarfélaginu, sem og aðra aðila sem kunna að búa að upplýsingum og reynslu sem nýtist við slíka vinnu. Byggðarráð komi málinu í farveg með tilliti til hvaða vinnu þarf að vinna og til hvers, hverjir ættu að vinna hana og á hvaða tímabili. Formaður byggðarráðs er tilbúinn að vera í forystu um gerð stefnunnar."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs að koma með tillögu að fulltrúum í vinnuhópinn og erindisbréf fyrir vinnuhópinn.
  • Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar 2017 var samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs frá 286. fundi þann 13. janúar 2017 hvað varðar tímabundna niðurfellingu eða afslátt á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð og vísa henni til byggðaráðs til umfjöllunar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfisráðs til umsagnar:

    "Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,

    að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?


    Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.


    Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 20. janúar 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Pétri Einarssyni fyrir hönd Rannsóknarstofnun Hugans, kt. 630315-0180, hvað varðar nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Selá; flokkur II. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslu byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra sem liggja ekki fyrir.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 14:55 og Valdís Guðbrandsdóttir kom inn á fundinn sem varamaður í hans stað.

    Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Valdísar Guðbrandsdóttur samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum, Guðmundur St. Jónsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis:

    "Ég legg til að afgreiðslu á íbúakönnun verði frestað og vísað til frekari umræðu í byggðaráði. Ég tel að íbúar sveitafélagsins hafi ekki nægilegar forsendur til þess að meta hvort gera eigi ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum fyrr en endanlegt staðsetning vallarins og heildar útlit svæðisins liggur fyrir. Eðlilegra væri að klára deiliskipulag fyrir svæðið í heild þar sem gert er ráð fyrir golfvelli ásamt öðrum útivistamöguleikum. Að lokinni þeirri vinnu verður síðan deiliskipulagið auglýst þar sem íbúar geta komið með sýnar athugasemdir. Þar gefst íbúum líka tækifæri á að taka afstöðu til annarar afþreyingar sem sótt hefur verið um aðstöðu fyrir."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Kristján Guðmundsson samþykkja með 2 atkvæðum að leggja til eftirfarandi við sveitarstjórn, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá:
    Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig:

    'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'.

    Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum.
    Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna.

    Með spurningunni fylgi eftirfarandi inngangstexti:
    "Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð hefur lengi haft hug á að deiliskipuleggja fólkvanginn í Böggvistaðafjalli eins og gert hefur verið með aðra fólkvanga víða um land. Um langt skeið hefur það legið fyrir að deiliskipuleggja þurfi fólkvanginum svo meðal annars RARIK geti ráðist í það að leggja raflínur í jörðu í gegnum fólkvanginn þar sem nú er loftlína sem og aðrar hugmyndir um framtíðarnýtingu fólkvangsins.
    Í mars 2016 sendi Golfklúbburinn Hamar erindi til sveitarfélagsins. GHD óskaði eftir því að á grundvelli skýrslu sem Edwin Roald vann fyrir GHD væri gert ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi fólkvangsins ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem þjóna muni öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Einnig óskaði GHD eftir samstarfi við sveitarfélagið um íbúafund til að kynna skýrslu um framtíðar staðsetningu golfvallarins. Byggðaráð ákvað á fundi sínum 15. apríl 2016 að halda slíkan fund í samstarfi við GHD og var sá fundur haldinn 15. september 2016. Jafnframt ákvað byggðaráð á fundi sínum í apríl að hugur íbúa yrði kannaður og á haustdögum 2016 ákvað byggðaráð að könnunin á hug íbúa verði rafræn íbúakönnun.
    Forsvarsfólk GHD hefur lýst því yfir að til lengri tíma litið muni golfvöllurinn við Arnarholt ekki þjóna þörfum golfíþróttarinnar sem skildi. Í því sambandi hefur GHD meðal annars bent á mikinn kostnað í nútíð og framtíð vegna bakkavarna til að verja þann hluta vallarins sem næst er Svarfaðardalsá. Einnig hefur GHD bent á, eins og fram kemur í skýrslu Edwins Roald, að kostnaðarsamt verði að endurnýja golfvöllinn við Arnarholt og erfitt að segja til um hvort slík endurnýjun skili því sem þarf vegna staðsetningar hans gagnvart æskulýðsstarfi og plássleysi.
    Deiliskipulag er ein gerð skipulagsáætlunar og byggir á Skipulagslögum nr. 123/2010. Skipulagslögin tryggja að deiliskipulagsferlið er lýðræðislegt og felur í sér mikið samráð og aðkomu íbúa til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð þess. Í því ljósi og með vísan í skipulagslögin er ekkert sem hindrar það að sveitarfélagið geri ráð fyrir framtíðar staðsetningu golfíþróttaaðstöðu GHD í deiliskipulagsferli fólkvangsins á sama hátt og gert verði ráð fyrir skíðasvæði, göngu-, skíðagöngu-, hjólreiða- og hestaleiðum, ásamt almennu útivistarsvæði enda hafi almenningur mikla aðkomu að endanlegri gerð deiliskipulagsins.
    Þrátt fyrir ofangreint þá hefur byggðaráð ákveðið að efna til íbúakönnunar um framtíðarstaðsetningu golfíþróttaaðstöðu GHD áður en hafist er handa við deiliskipulagsferli fólkvangsins. Tekið skal fram að ef deiliskipulag fólkvangsins gerir ráð fyrir golfíþróttaaðstöðu GHD eða annarri útvistarstarfsemi, eins og t.d. þeirri sem útlistuð er hér að ofan, þá hefur það ekki neinar fjárskuldbindingar í för með fyrir sveitarfélagið og er því aðeins um framtíðar stefnumörkun í skipulagsmálum að ræða."


    Tilkynning um ofangreinda könnun verði sett á heimasíðu, Facebook og með dreifibréfi í öll hús. Jafnframt að þeim sem ekki hafa aðgang að tölvu verði gert kleift að taka þátt í könnuninni í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar.

    Valdís Guðbrandsdótti gerir grein fyrir hjásetu sinni með eftirfarandi bókun:
    "Með vísan í samþykkt sveitarstjórnar frá 17.01.17 tel ég að klára eigi heildar deiliskipulagið fyrir fólkvanginn þar sem tekið er tillit til allra mögulegra þátta. Fólkvangur er útivistarsvæði fyrir íbúana sem ég tel að eigi að bjóða upp á sem fjölbreyttasta afþreyingu sem styðja svo aftur hver við aðra. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að farið verði í deiliskipulag á fólkvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög. Ég tel einnig að með því að taka tillit til þeirra hugmyndar frá golfklúbbnum að gera ráð fyrir golfvelli í deiliskipulaginu sé sveitarfélagið ekki að taka ákvörðun um að setja fjármagn í framkvæmdina. Því betri upplýsingar sem íbúar fá þeim mun líklegra er að almenn samstaða geti orðið um niðurstöðuna."
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, 5. liður er sérliður á dagskrá, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 810, frá 02.02.2017.

Málsnúmer 1701014Vakta málsnúmer

  • Heimsókn í Dalvíkurskóla frá kl. 13 - 14.

    Gísli Bjarnason, skólastjóri, Dalvíkurskóla, tók á móti byggðaráði og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kynnti starfsemina og sýndi húsnæðið.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 810 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð frá aðalfundi Eyþings frá 11. og 12. nóvember 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 810 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811, frá 16.02.2017.

Málsnúmer 1702007Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

3. liður a) og b).

6. liður.

7. liður a) og b).

8. liður.

10. liður.

11. liður.

13. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.

    Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.
    Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík verði boðinn út. Byggðaráð felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að útbúa útboðsgögn.
  • Undir þessum lið komu að auki á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 08:32, Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 08:34, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 08:43.

    Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Gísli Rúnar kom inn á fundinn kl. 9:50 Til umræðu var fundur um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla sem haldinn var á Rimum 1. febrúar 2017.
    Fram fór umræða um stöðuna og óskar ráðið eftir að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíðaráform Sundskálans."

    Til umræðu ofangreint.

    Kristinn Ingi, Jón Ingi og Ingvar viku af fundi kl. 09:20.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið sátu áfram fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþótta- og æskulýðsfulltrúi og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.


    Eitt tilboð í framkvæmdir og viðhald við Sundlaug Dalvíkur barst og var það frá Tréverk ehf.
    Tilboðið var kr. 140.195.750
    Samkvæmt verðkönnun er tilboð í búnað kr. 31.189.620.
    Kosnaðaráætlun vegna lagna sem hugsanlega þarf að endurnýja kr. 2.187.000
    Samanlagt kr. 173.572.230

    Kosnaðaráætlun sem notuð var við gerð fjárhagsáætlunar er kr. 159.000.000 og munar því kr. 14.572.230


    Gísli Rúnar og Hlynur viku af fundi kl. 09:51.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Tréverk á grundvelli ofangreinds tilboðs.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka 1/2017 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð kr. 14.580.000, vísað á málaflokk 32 og mætt með lækkun á handbæru fé.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð áætlun um opnun á Íþróttamiðstöð á framkvæmdatíma og opnun á Sundskála Svarfdæla á framkvæmdatíma.
    Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við Tréverk á grundvelli tilboðs.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka 1/2017 að upphæð kr. 14.580.000, vísað á málaflokk 32 og mætt með lækkun á handbæru fé.
  • Undir þessum lið komu á fundinn Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, kl. 09:57 sem sat þennan lið ásamt sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

    Til umræðu verklag á söndun og hálkuvörn á vegum Dalvíkurbyggðar.


    Valur Þór vék af fundi kl. 10:18.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Lagt fram til kynningar.
  • Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr.


    Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs.
  • Á 808. fundi byggðaráðs þann 19. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Borist hefur fyrirspurn frá fasteignasala hvort standi til að selja Sundskála Svarfdæla. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda opinn fund sem fyrst að Rimum um framtíð Sundskála Svarfdæla, áætlað miðvikudaginn 1. febrúar n.k. kl. 16:30. Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áskorun til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar undirrituð á Rimum 1. febrúar 2017 þar sem skorað er á sveitarstjórn að hún gefi það út skýrt og skorinort að Sundskáli Svarfdæla verði áfram samfélagseign og sé ekki til sölu.
    Undirskriftir eru 67.

    Til umræð ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leita leiða til að koma Sundskála Svarfdæla í rekstur og/eða útleigu, þannig að Sundskáli Svarfdæla verði áfram í eigu Dalvíkurbyggðar.
  • Tekið fyrir minnisblað frá sviðstjórum fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, þar sem vísað er í fund frá 1. febrúar s.l. um Upplýsingamiðstöð ferðamála en þann fund sátu ásamt sviðstjórum uppýsingafulltrúi og forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns. Niðurstaða af fundinum var að leggja til við byggðaráð að verkefni Upplýsingamiðstöðvar verði flutt frá fjármála- og stjórnsýslusviði og yfir til Bókasafns Dalvíkurbyggðar þar sem Upplýsingarmiðstöðin verði hluti af verkefnum safnsins til framtíðar, nema að annað sé ákveðið.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verkefnið Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar vegna ferðamála verði flutt til Bókasafns Dalvíkurbyggðar, deild 05210.
    b) Byggaðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjármagn á fjárhagsáætlun vegna reksturs á Upplýsingamiðstöð verði flutt af deild 13600 og yfir á deild 05210, alls kr.1.394.859 með viðauka 2/2017.
    Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar flutning á verkefinu Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar vegna ferðamála af fjármála- og stjórnsýslusviði og til Bókasafns Dalvíkurbyggðar, deild 05210.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fjármagn á fjárhagsáætlun vegna reksturs á Upplýsingamiðstöð verði flutt af deild 13600 og yfir á deild 05210, alls kr. 1.349.859 með viðauka 2/2017.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 1. febrúar 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi frá Þau bæði ehf. kt. 411208-1840 vegna Þulu veisluþjónustu að Karlsá, 215-4609. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn, með fyrirvara um umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
  • Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsett þann 1. febrúar 2017, þar sem fram kemur að stjórn AFE mun leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga á aðalfundi félagsins í apríl n.k. og mun hækkunin gilda afturvirkt frá áramótum.

    Framlag Dalvíkurbyggðar árið 2017 yrði þá kr. 3.065.440 en var árið 2016 kr. 2.553.920. Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 2.581.462.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Byggðaráð hefur skilning á því að hækka þurfi framlög sveitarfélaga til AFE vegna uppsafnaðs misgengis launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára. Hækkunin er nokkuð mikil eða sem nemur 20% og ekki gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og gildir það sjálfsagt um fleiri sveitarfélög. Finna þarf leið til þess að hækkanir á framlögum sveitarfélaga til AFE verði ákveðnar áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga fer fram að hausti.
    Byggðaráð vonast til þess að á aðalfundi AFE í apríl n.k. verði umræður um ofangreint og að jafnframt verði umræður um sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Byggðaráð fagnar því að stjórn Eyþings hafi ákveðið á fundi sínum þann 23. nóvember sl. að fela formanni og framkvæmdastjóra að ræða við forsvarsmenn RHA um að gera úttekt varðandi sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Ljóst er að með slíkri sameiningu og/eða með jafnvel enn víðari sameiningu á samstarfsverkefnum sveitarfélaga verði hægt að mynda miklu sterkara hagsmunaafl á Eyþingssvæðinu gagnvart ríkisvaldinu. Nýting fjármagns og mannauðs ætti að batna með sameiningu auk þess sem leiða má líkur til þess að öll stjórnsýsla og skjalavarsla verði agaðri og í samræmi við þau lög sem sveitarfélög þurfa að vinna eftir.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 7. febrúar 2017 þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 27. janúar s.l. var samþykkt að mæla með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum.

    Með fundarboði fylgdi einnig erindi frá FJÖLÍS, dagsett þann 1. febrúar 2017, ásamt samningsdrögum um afritun verndaðra verka.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir.
  • Tekið fyrir erindi frá N4 ehf., rafpóstur dagsettur þann 7. febrúar 2017, þar sem með bréfi þessu er kannaður áhugi Dalvíkurbyggðar á því að styrkja framleiðslu þáttaraðarinnar "Að norðan". Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Byggðaráð getur ekki orðið við erindinu.
  • Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 10. febrúar 2017, þar sem kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboði í stjórn og varastjórn sjóðsins. Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfsins eins og fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum í síðasta lagi á hádegi 12:00 mánudaginn 27. febrúar 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Lagt fram til kynningar.
  • 4.13 201610041 Fjölmenningarstefna
    Á 809. fundi byggðaráðs þann 26. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar samþykkt samhljóða: "Fræðsluráð, á fundi sínum 14. desember 2016, hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna. Í skólunum hefur margt gott áunnist í vinnu með fjölmenningu og til er fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu er fjöldi fólks með ólíkan menningarbakgrunn og í þeim búa tækifæri til að gera gott samfélag enn betra. Árið 2009 gaf Eyþing (landshlutasamtök 13 sveitarfélaga á Norðausturlandi) út metnaðarfulla fjölmenningarstefnu og samkvæmt samtali mínu nú í janúar við framkvæmdastjóra Eyþings ætlar hann að taka það upp á stjórnarfundi að stefnan verði endurskoðuð þar sem fleiri hafa ljáð máls á því. Hann benti einnig á það að í nýrri byggðaáætlun er talsverð áhersla á málefni innflytjenda. Ég legg til að byggðarráð fari yfir stöðu mála fjölmenningar með það að markmiði að vinna að því að móta skýr markmið og setja fram fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Slík stefna verði unnin í samvinnu við Eyþing og skólana í Dalvíkurbyggð þar sem fjölmenningarstefnur eru til staðar og unnar fyrir íbúa í sveitarfélaginu, sem og aðra aðila sem kunna að búa að upplýsingum og reynslu sem nýtist við slíka vinnu. Byggðarráð komi málinu í farveg með tilliti til hvaða vinnu þarf að vinna og til hvers, hverjir ættu að vinna hana og á hvaða tímabili. Formaður byggðarráðs er tilbúinn að vera í forystu um gerð stefnunnar." Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs að koma með tillögu að fulltrúum í vinnuhópinn og erindisbréf fyrir vinnuhópinn."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga formanns byggðaráðs að erindisbréfi og skipun í vinnuhópinn.


    Tilgangur:
    Til verði heildstæð fjölmenningarstefna Dalvíkurbyggðar byggð á fjölmenningarstefnu skólanna í Dalvíkurbyggð og Eyþings.
    Að stefnan skýri markmið og leiðir Dalvíkurbyggðar sem sveitarfélags til þess að nýta styrk fjölmenningar til góðra verka á sem flestum sviðum mannlífs.
    Að slík stefna styðji við alla nýja íbúa og styðji þá til þátttöku í samfélaginu.

    Vinnuhópinn skipa:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðaráðs.
    Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
    Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns.
    Hópurinn kallar til sín hagsmuna- og kunnáttufólk til að rýna í hugmyndir sem koma upp í vinnu hópsins.

    Áætluð skil:
    Haustið 2017.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf og skipun í vinnuhópinn.

  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 846 frá 27. janúar 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 811 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar; eru því aðrir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 24, frá 25.01.2017

Málsnúmer 1701012Vakta málsnúmer

  • Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri AFE, Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri hjá AFE og Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá AFE, komu á fund ráðsins kl. 13:00 og kynntu starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE)og helstu verkefni.
    Þau viku af fundi kl. 14:40.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 24 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar starfsfólki AFE fyrir greinargóða kynningu og góðar umræður í kjölfarið. Stefnt er að öðrum fundi með AFE síðar á árinu.
  • 5.2 201609032 Fyrirtækjaþing 2016
    Á 23. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. janúar 2017 var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að halda íbúaþing 11. febrúar 2017 þar sem umfjöllunarefnin verða tækifæri, bjartsýni og jákvæð uppbygging samfélagsins."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 24 Atvinnumála - og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að undirbúa þingið miðað við umræður á fundinum. Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Félagsmálaráð - 206, frá 14.02.2017

Málsnúmer 1702006Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

7. liður.

  • 6.1 201701102 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201701102 Félagsmálaráð - 206 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 6.2 201701122 Trúnaðarmál
    Félagsmálaráð - 206
  • 6.3 201702055 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201702055 Félagsmálaráð - 206 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 6.4 201702056 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201702056 Félagsmálaráð - 206 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 6.5 201702064 Trúnaðarmál
    Félagsmálaráð - 206
  • 6.6 201702065 Trúnaðarmál
    Félagsmálaráð - 206
  • Félagsmálastjóri lagði fram drög að nýjum viðmiðunarkvarða vegna fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2017. Lagt er fram að kvarði verði hækkaður samkvæmt neysluvísitölu. Hann verður þá eftirfarandi:

    Einstaklingar verður 152.027 (var 149.171)
    Hjón verður 243.239 (var 238.670)
    Sameiginlegt heimilishald verður 91.215 (var 89.501)
    Neyðaraðstoð verður 38.006 (var 37.292)
    Félagsmálaráð - 206 Félagsmálaráð samþykkir fjárhagsaðstoðarkvarðann eins og hann er lagður fyrir með fimm greiddum atkvæðum og vísar honum til afgreiðslu í sveitastjórn.
  • Tekið fyrir erindi frá Innanríkisráðuneytinu dags. 6. febrúar 2017 þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á því að birt hafi verið til umsagnar drög að reglugerð um útlendingamál sem sett er á grundvelli nýrra laga er tóku gildi 1. janúar sl. Félagsmálaráð - 206 Lagt fram til kynningar.
  • 6.9 201702057 Vinnumarkaðsúrræði
    Tekið fyrir erindi frá Vinnumálastofunun dags. 31. janúar 2017 þar sem Vinnumálastofnun leitar eftir samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, sveítarfélög og félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda í vinnumarkaðsúrræði. Um er að ræða tímabundið verkefni sem geta verið hagur bæði atvinnurekanda og einstaklinga í atvinnuleit. Úrræðin skiptast í starfsþjálfun og sérstök átaksverkefni þar sem atvinnurekandi getur ráðið atvinnuleitanda með samingi til starfa í allt að sex mánuði með styrk. Alla jafna er gert ráð fyrir 100% stöðugildi í vinnumarkaðsúrræðum. Félagsmálaráð - 206 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því aðrir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Fræðsluráð - 213, frá 08.02.2017

Málsnúmer 1702001Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

3. liður.

6. liður.
  • 7.1 201411090 Sumarleyfi leikskóla
    Samkvæmt skóladagatali leikskóla Dalvíkurbyggðar, sem samþykkt var í fræðsluráði 13. apríl 2016, á sumarleyfi nemenda og starfsmanna skólanna að hefjast þann 10. júlí n.k. Óskað er eftir samþykki fræðsluráðs fyrir að sumarlokun verði frestað um eina viku og opnað aftur eftir Fiskidag eins og verið hefur undanfarin ár. Leikskólinn yrði þá lokaður frá og með 17. júlí og opnaður aftur fyrir nemendur að morgni 16. ágúst. Fræðsluráð - 213 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum þessa breytingu á skóladagatali leikskólanna. Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:31.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Með fundarboði fylgdi endanleg gerð umbótaáætlunar þeirrar sem Drífa Þórarinsdóttir, þá leikskólastjóri Krílakots, kynnti fræðsluráði drög að á síðasta fundi þess. Hún sendi Menntamálastofnun áætlunina þann 31. janúar s.l. Fræðsluráð - 213 Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir komu fram. Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:32 undir þessum lið.
  • Með fundarboði fylgdi samningur Dalvíkurbyggðar við Símey varðandi námsver, undirritaður af Hlyni Sigursveinssyni fyrir hönd Dalvíkurbyggðar þann 16. janúar 2017. Fræðsluráð - 213 Lagt fram til kynningar. Gerð var athugasemd við að fræðsluráð hefði átt að fá samninginn til umsagnar áður en hann var undirritaður en ekki voru gerðar efnislegar athugasemdir við samninginn. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning við Símey vegna námsvers eins og hann liggur fyrir.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti reynsluna af því að bjóða nemendum Dalvíkurskóla upp á hafragraut á þessu skólaári. Fræðsluráð - 213 Mikið hefur dregið úr að nemendur nýti sér tilboð um morgunverð í skólanum. Nú eru það einungis um 12% nemenda. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að frá og með 1. mars verði hafragrautur ekki lengur í boði á þessu skólaári en staðan verði endurmetin fyrir upphaf næsta skólaárs. Ávaxtaáskrift verður óbreytt út skólaárið.
  • 7.5 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 32. og 33. fundar stýrihóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 213 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að nýju erindisbréfi fyrir fræðsluráð Dalvíkurbyggðar ásamt gildandi erindisbréfi frá 7. júlí 2014. Breytingarnar snúa að 2. og 11. grein erindisbréfsins.
    Breytingar á 2. gr. fela í sér að starfsemi tónlistarskóla á vegum Dalvíkurbyggðar er ekki lengur á ábyrgð fræðsluráðs og með vísan í VII. kafla, 49. gr. samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar er gerð breyting á 11. grein á þann veg að fellt er út ákvæði um að ráðið fjalli um umsóknir og gefi rökstudda umsögn til sveitarstjórnar vegna ráðningar sviðsstjóra.
    Fræðsluráð - 213 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerðar verði eftirfarandi breytingar á 2. grein og 11. grein.
    2. grein hljóðar þá svo: Ráðið starfar á fræðslu- og menningarsviði, sem er undir stjórn sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Eftirfarandi stofnanir og deildir starfa á verksviði ráðsins; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskóli og framhaldsfræðsla.
    11. grein hljóðar þá svo:
    Ákvörðun um ráðningar stjórnenda og annarra starfsmanna innan stofnana sviðsins eru á valdi sviðsstjóra/skólastjóra en upplýsa skal fræðsluráð enda liggi fyrir samþykkt sveitarstjórnar fyrir stöðugildinu. Fræðsluráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um ráðningu skólastjóra þeirra stofnana sem undir ráðið heyra.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi fræðsluráðs.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því aðrir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 86, frá 07.02.2017

Málsnúmer 1702003Vakta málsnúmer

  • Farið var yfir stöðu mála er varðar sameiginlegan starfsmann skíðasvæðis og golfvallar. Íþrótta- og æskulýðsráð - 86 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að kalla á fund formenn félaganna og ræða framhaldið.
  • Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis. Íþrótta- og æskulýðsráð - 86 Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum.
  • Gísli Rúnar kom inn á fundinn kl. 9:50
    Til umræðu var fundur um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla sem haldinn var á Rimum 1. febrúar 2017.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 86 Fram fór umræða um stöðuna og óskar ráðið eftir að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíðaráform Sundskálans.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 86 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti væntanlegar framkvæmdir við sundlaugina á Dalvík. Útboðsgögn verða opnuð miðvikudaginn 8. febrúar kl. 14:00.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmi verði skipt út fyrir hættuminna efni á leik- og íþróttavöllum. Þann 2. júní 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun nr. 50/145 um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttaavöllum. Íþrótta- og æskulýðsráð - 86 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vísa þessu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar næsta haust.
  • UMFÍ hefur auglýst eftir umsóknum vegna Unglingalandsmót UMFÍ árið 2020 og Landsmót UMFÍ 50 árið 2019. Íþrótta- og æskulýðsráð - 86 Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 86 Frestað til næsta fundar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 86 Frestað til næsta fundar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fudnargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu í fundargerðinni, eru þvi allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Landbúnaðarráð - 109, frá 15.02.2017

Málsnúmer 1702005Vakta málsnúmer

  • Til umræðu fundargerðir fjallskiladeilda frá haustinu 2016. Landbúnaðarráð - 109 Landbúnaðarráð óskar eftir við fjallskilanefndir í Dalvíkurbyggð að raunþörf gangnaskila á hverju svæði komi fram í fundargerð fjallskiladeilda.
    Lagt fram til kynningar.
  • 9.2 201602059 Fjallgirðingar 2017
    Til umræðu viðhald fjallgirðinga 2017. Landbúnaðarráð - 109 Farið yfir viðhald fjallgirðinga almennt í öllu sveitarfélaginu og fyrirkomulagi þess.
    Ráðið leggur til að sveitarfélagið láti fjarlægja ónýtar og aflagðar girðingar í eigu sveitarfélagsins við Stekkjarhús og í Bæjarfjalli.
  • Til umræðu framkvæmdir við viðhald og endurbætur á fjallgirðingu á Árskógsströnd næstkomandi sumar. Landbúnaðarráð - 109 Sviðsstjóri fór yfir framkvæmd síðasta árs og fyrirhugað viðhald og endurbætur næstkomandi vor.
    Ráðið leggur til að auglýst verði eftir verktaka til verksins.
  • 9.4 201609071 Styrkvegir 2017
    Til umræðu umsókn í Styrkvegasjóð 2017. Landbúnaðarráð - 109 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að leggja fram umsókn í Styrkvegasjóð til lagfæringa og endurbóta á veginum inn á Sveinsstaðaafrétt. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Umhverfisráð - 287, frá 03.02.2017

Málsnúmer 1702002Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

5. liður; sérliður á dagskrá.

6. liður; sérliður á dagskrá.

  • Til umræðu vinna við umferðaöryggisáætlun ásamt stöðu umhverfismála almennt.
    Umhverfisráð - 287 Valur Þór Hilmarsson Umhverfisstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:15.

    Valur Þór fór yfir stöðu verkefnisins. Í stað Helgu Írisar Ingólfsdóttur kom Friðrik Vilhelmsson inn í nefndina.
    Ráðið leggur til að fenginn verði ráðgjafi til aðstoðar nefndinni til að klára áætlunina fyrir sumarið 2017.
    Ákveðið að nefndin komi saman í febrúar.

    Nefndina skipa eftirfarandi.
    Friðrik Vilhelmsson
    Guðrún Anna Óskarsdóttir
    Valur Þór Hilmarsson
    og Börkur Þór Ottósson

    Valur Þór vék af fundi kl. 08:35
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.
  • Margrét Víkingsdóttir kynnir vinnu við Atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar Umhverfisráð - 287 Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:36

    Ráðið þakkar Margréti fyrir yfirferð á drögunum og leggur til hvað varðar stefnu í umhverfis og skipulagsmálum í sveitarfélaginu sé höfð til hliðsjónar greinagerð með aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
    Ráðsmenn áskilja sér rétt til að senda inn ábendingar í framhaldi af þessari kynningu.

    Margrét Víkingsdóttir vék af fundi kl. 08:53
  • Til umræðu umsagnir vegna lýsingar á aðalskipulagsbreytingu á Árskógssandi ásamt minnispunktum frá íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Árskógi 26. janúar síðastliðinn og ábendingum sem komu í kjölfarið á honum.
    Umhverfisráð - 287 Árni Ólason skipulagsráðgjafi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 09:00.

    Umhverfisráð fór yfir þær umsagnir sem borist hafa ásamt þeim ábendingum og athugasemdum sem íbúar hafa sent inn. Rætt var hvort aðrar staðsetningar fyrir seiðaeldisstöð á Árskógssandi kæmu til greina ásamt aðkomuleiðum að fyrirhugaðri staðsetningu.
    Þar sem umsögn frá Umhverfis- og Skipulagsstofnun liggur ekki fyrir, er frekari umfjöllun um málið ekki tímabær.

    Árni Ólafsson vék af fundi kl. 10:29.
  • Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma umbeðnum skráningarskýrslum til Minjastofnunar Íslands. Umhverfisráð - 287
  • Til kynningar lýsing dags 15. jan 2017 á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Dalvíkurbyggð, sem byggir á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Umhverfisráð - 287 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Á 809. fundi byggðarráðs var eftirfarandi tillögu vísað til umsagnar umhverfisráðs.
    "Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,

    að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?


    Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.


    Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
    Umhverfisráð - 287 Í samræmi við þetta samþykkir umhverfisráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.


    Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 5. og 6. eru sérliðir á dagskrá. Eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Ungmennaráð - 12, frá 31.01.2017

Málsnúmer 1701015Vakta málsnúmer

  • 11.1 201701136 Íbúaþing ungmenna
    Margrét Víkingsdóttir kom á fundinn kl. 17:30 og kynnti hugmyndir atvinnumála- og kynningarráðs um íbúaþing. Ungmennaráð tekur jákvætt í þær hugmyndir að ráðið taki að sér svipað þing eingöngu fyrir ungmenni. Stefnt er á að halda þing fyrir ungmenni fimmtudaginn 9. febrúar. Ungmennaráð - 12
  • Rætt um ýmis verkefni sem ungmennaráð getur staðið að árið 2017. Frekari umræða á næsta fundi. Ungmennaráð - 12 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58, frá 08.02.2017

Málsnúmer 1702004Vakta málsnúmer

  • 12.1 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 23. janúar sl. Um símafund var að ræða en hann var haldinn í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Lögð fram til kynningar.
  • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að afla upplýsingar um stöðu málsins hjá Innanríkisráðuneyti og Vegagerð ríkisins. Þeir fundir voru haldnir 13. janúar sl. með fyrrgreindum aðilum á skrifstofum þeirra. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála tók vel í erindið og óskaði eftir skriflegum upplýsingum sem nú hafa verið sendar til ráðuneytisins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti sem dagsettur er 10. janúar 2017 lýsir Míla yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélög um lagningu ljósleiðara í dreifbýli.

    Til frekari skýringar þá er lokið að tengja nánast öll heimili í dreifbýli í Dalvíkurbyggð við ljósleiðara samkvæmt samningi við Tengi hf.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Lagt fram til kynningar
  • Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi kom á fund ráðsins undir þessum lið og gerði ráðsmönnum grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Ráðið þakkar Margréti fyrir yfirferð á þeim drögunum sem liggja fyrir að atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.
  • Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið jákvætt í erindi Laxós ehf. um lóð fyrir seiðaeldisstöð við ósa Þorvaldsdalsár á Árskógssandi. Breyta þarf Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að þar verði skilgreint athafnasvæði. Auk þess þarf að vinna deiliskipulag svæðisins. Svæðið er á mörkum þéttbýlisuppdráttar Árskógssands en er að mestu leyti á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.
    Lýsing hefur verið tekin saman þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum, meginatriðum fyrirhugaðra breytinga, líklegum áhrifum þeirra og skipulagsferli. Óskað er eftir umsögn veitu- og hafnaráðs Dalvíkurbyggðar fyrir 2. febrúar 2017.

    Í kostagreiningu sem liggur undir málinu er einn valkostur um að seiðaeldisstöðin verði byggð út í sjó fyrir sunnan höfnina að Árskógssandi. Það svæði er innan hafnamarka Árskógshafnar með vísan til þeirra skilgreinarar sem gerð var á árinu 2007.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Veitu- og hafnaráð mælir með því að kostnaðargreina þá valkosti sem eru til skoðunar m.t.t. kostnaðar sveitarfélagsins og velja síðan þann kost sem er hagstæðastur fyrir sveitarfélagið og sem samfélagið er sáttast við.
  • Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar er hér með óskað eftir umsögn veitu- og hafnarráðs vegna deiliskipulagstillögu íbúðarsvæðis við Kirkjuveg á Dalvík Dalvíkurbyggð.
    Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir þremur nýjum lóðum til viðbótar við þær fjórar lóðir sem fyrir eru innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru ýmist undir rað- og parhús.
    Umsögn við deilskipulagstillöguna óskast sent fyrir 2. febrúar 2017.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu íbúðarsvæðis við Kirkjuveg á Dalvík. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

13.Frá 278. fundi umhverfisráðs frá 10.06.2016; Frístundabyggðin Hamri

Málsnúmer 201403175Vakta málsnúmer

Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað: Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri. Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum þá sér umhverfisráð Dalvíkurbyggðar sér ekki fært um að veita leyfi til breytinga á gildandi skipulagi svæðisins. Umrædd breyting á skipulagi myndi binda hendur sveitarfélagsins um ókomna tíð, þar sem afar erfitt væri í ljósi jafnræðissjónarmiða að afgreiða sambærilegar umsóknir ekki með sama hætti. Samþykkt með fimm atkvæðum. "



Á 282. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn ákveður að fresta afgreiðslu þar til frekari gagnaöflun vegna málsins hefur farið fram.“ Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra."



Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað frá PACTA lögmönnum Akureyri, móttekið þann 27. janúar 2017, þar sem vísað er í fyrra minnisblað PACTA frá 27. maí 2016. Fram kemur að niðurstaða lögmanna sveitarfélagsins er óbreytt, þ.e. ekkert nýtt hefur komið fram í málinu sem breytir þeirri niðurstöðu sem sett var fram í minnisblaði dagsettu þann 27. maí 2016.



Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason.



Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs frá 10. júní 2016, þ.e. að ekki er veitt leyfi til breytinga á gildandi skipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri.

14.Frá 809. fundi byggðaráðs þann 26.01.2017; Tillaga um rafræna íbúakönnun vegna golfvallar.

Málsnúmer 201610012Vakta málsnúmer

Á 809. fundi byggðaráðs þann 26. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:



"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 14:55 og Valdís Guðbrandsdóttir kom inn á fundinn sem varamaður í hans stað. Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Valdísar Guðbrandsdóttur samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum, Guðmundur St. Jónsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis: "Ég legg til að afgreiðslu á íbúakönnun verði frestað og vísað til frekari umræðu í byggðaráði. Ég tel að íbúar sveitafélagsins hafi ekki nægilegar forsendur til þess að meta hvort gera eigi ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum fyrr en endanlegt staðsetning vallarins og heildar útlit svæðisins liggur fyrir. Eðlilegra væri að klára deiliskipulag fyrir svæðið í heild þar sem gert er ráð fyrir golfvelli ásamt öðrum útivistamöguleikum. Að lokinni þeirri vinnu verður síðan deiliskipulagið auglýst þar sem íbúar geta komið með sýnar athugasemdir. Þar gefst íbúum líka tækifæri á að taka afstöðu til annarar afþreyingar sem sótt hefur verið um aðstöðu fyrir." Til umræðu ofangreint.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Kristján Guðmundsson samþykkja með 2 atkvæðum að leggja til eftirfarandi við sveitarstjórn, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá: Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna. Með spurningunni fylgi eftirfarandi inngangstexti: "Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð hefur lengi haft hug á að deiliskipuleggja fólkvanginn í Böggvistaðafjalli eins og gert hefur verið með aðra fólkvanga víða um land. Um langt skeið hefur það legið fyrir að deiliskipuleggja þurfi fólkvanginum svo meðal annars RARIK geti ráðist í það að leggja raflínur í jörðu í gegnum fólkvanginn þar sem nú er loftlína sem og aðrar hugmyndir um framtíðarnýtingu fólkvangsins. Í mars 2016 sendi Golfklúbburinn Hamar erindi til sveitarfélagsins. GHD óskaði eftir því að á grundvelli skýrslu sem Edwin Roald vann fyrir GHD væri gert ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi fólkvangsins ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem þjóna muni öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Einnig óskaði GHD eftir samstarfi við sveitarfélagið um íbúafund til að kynna skýrslu um framtíðar staðsetningu golfvallarins. Byggðaráð ákvað á fundi sínum 15. apríl 2016 að halda slíkan fund í samstarfi við GHD og var sá fundur haldinn 15. september 2016. Jafnframt ákvað byggðaráð á fundi sínum í apríl að hugur íbúa yrði kannaður og á haustdögum 2016 ákvað byggðaráð að könnunin á hug íbúa verði rafræn íbúakönnun. Forsvarsfólk GHD hefur lýst því yfir að til lengri tíma litið muni golfvöllurinn við Arnarholt ekki þjóna þörfum golfíþróttarinnar sem skildi. Í því sambandi hefur GHD meðal annars bent á mikinn kostnað í nútíð og framtíð vegna bakkavarna til að verja þann hluta vallarins sem næst er Svarfaðardalsá. Einnig hefur GHD bent á, eins og fram kemur í skýrslu Edwins Roald, að kostnaðarsamt verði að endurnýja golfvöllinn við Arnarholt og erfitt að segja til um hvort slík endurnýjun skili því sem þarf vegna staðsetningar hans gagnvart æskulýðsstarfi og plássleysi. Deiliskipulag er ein gerð skipulagsáætlunar og byggir á Skipulagslögum nr. 123/2010. Skipulagslögin tryggja að deiliskipulagsferlið er lýðræðislegt og felur í sér mikið samráð og aðkomu íbúa til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð þess. Í því ljósi og með vísan í skipulagslögin er ekkert sem hindrar það að sveitarfélagið geri ráð fyrir framtíðar staðsetningu golfíþróttaaðstöðu GHD í deiliskipulagsferli fólkvangsins á sama hátt og gert verði ráð fyrir skíðasvæði, göngu-, skíðagöngu-, hjólreiða- og hestaleiðum, ásamt almennu útivistarsvæði enda hafi almenningur mikla aðkomu að endanlegri gerð deiliskipulagsins. Þrátt fyrir ofangreint þá hefur byggðaráð ákveðið að efna til íbúakönnunar um framtíðarstaðsetningu golfíþróttaaðstöðu GHD áður en hafist er handa við deiliskipulagsferli fólkvangsins. Tekið skal fram að ef deiliskipulag fólkvangsins gerir ráð fyrir golfíþróttaaðstöðu GHD eða annarri útvistarstarfsemi, eins og t.d. þeirri sem útlistuð er hér að ofan, þá hefur það ekki neinar fjárskuldbindingar í för með fyrir sveitarfélagið og er því aðeins um framtíðar stefnumörkun í skipulagsmálum að ræða." Tilkynning um ofangreinda könnun verði sett á heimasíðu, Facebook og með dreifibréfi í öll hús. Jafnframt að þeim sem ekki hafa aðgang að tölvu verði gert kleift að taka þátt í könnuninni í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar. Valdís Guðbrandsdótti gerir grein fyrir hjásetu sinni með eftirfarandi bókun: "Með vísan í samþykkt sveitarstjórnar frá 17.01.17 tel ég að klára eigi heildar deiliskipulagið fyrir fólkvanginn þar sem tekið er tillit til allra mögulegra þátta. Fólkvangur er útivistarsvæði fyrir íbúana sem ég tel að eigi að bjóða upp á sem fjölbreyttasta afþreyingu sem styðja svo aftur hver við aðra. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að farið verði í deiliskipulag á fólkvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög. Ég tel einnig að með því að taka tillit til þeirra hugmyndar frá golfklúbbnum að gera ráð fyrir golfvelli í deiliskipulaginu sé sveitarfélagið ekki að taka ákvörðun um að setja fjármagn í framkvæmdina. Því betri upplýsingar sem íbúar fá þeim mun líklegra er að almenn samstaða geti orðið um niðurstöðuna."



Til máls tók:

Guðmundur St. Jónsson sem vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:45.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofnagreinda tillögu byggðaráðs um rafræna könnun, spurninguna og inngangstexta, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

15.Frá bæjarstjórn Akureyrar til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar; varðar fýsileikakönnun vegna sameiningar sveitarfélaga.

Málsnúmer 201701055Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:48.



Á 808. fundi byggðaráðs þann 19. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:



"Tekið fyrir erindi frá Akureyrarbæ, dagsett þann 13. janúar 2017, þar sem fram kemur að á fundi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar þann 6. desember 2016 var samþykkt bókun þess efnis að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Þá verði jafnframt skoðað hvort aðrar sameiningar þyki fýsilegri í ljósi aðstæðna. Með bréfi þessu er hugur sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar til samstarfs um gerð slíkrar könnunar kannaður. Óskað er eftir svari við bréfi þessu fyrir 3. febrúar n.k. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt i ofangreindri fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaga, Guðmundur St. Jónsson situr hjá."



Til máls tók Guðmundur St Jónsson sem leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa J-listans:

"Þar sem nánast engin umræða hefur farið fram um málið teljum við ekki tímabært að farið verði í fýsileikakönnun á mögulegri sameiningu sveitafélagana.



Við teljum slíka ákvörðun stefnumótandi fyrir sveitafélagið auk þess sem henni fylgir væntanlega töluverður kostnaður sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun."



Einnig tóku til máls:

Bjarni Th. Bjarnason.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.





Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag, Valdís Guðbrandsdóttir og Guðmundur St. Jónsson greiða atkvæði á móti.



16.Frá 287. fundi umhverfisráðs frá 03.02.2017; Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 287. fundi umhverfisráðs þann 3. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 809. fundi byggðarráðs var eftirfarandi tillögu vísað til umsagnar umhverfisráðs. "Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006, að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði." Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur. Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."

Í samræmi við þetta samþykkir umhverfisráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur. Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka." Samþykkt með fimm atkvæðum."



Til máls tóku:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Bjarni Th. Bjarnason.



Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu og afgreiðslu umhverfisráðs.

17.Frá 287. fundi umhverfisráðs þann 3.2.2017; Skipulag í landi Snerru, Svarfaðardal

Málsnúmer 201701034Vakta málsnúmer

Á 287. fundi umhverfisráðs þann 3. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Til kynningar lýsing dags 15. jan 2017 á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Dalvíkurbyggð, sem byggir á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

18.Frá Pétri Sigurðssyni; Beiðni um lausn frá störfum

Málsnúmer 201702075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Pétri Sigurðssyni, rafbréf dagsett þann 16. febrúar 2017 þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem formaður í veitu- og hafnaráði og sem varamaður í sveitarstjórn frá 21.02.2017.



Til máls tóku:

Guðmundur St. Jónsson.

Bjarni Th. Bjarnason.

Valdís Guðbrandsdóttir.



Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Pétri Sigurðssyni lausn frá störfum.

19.Kosningar í ráð og nefndir skv. Samþykktum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201702076Vakta málsnúmer

Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:



a) Formaður veitu- og hafnaráðs, Sigurður Valdimar Bragason, Dalbraut 6, 620. Dalvík í stað Péturs Sigurðssonar.

b) Varamaður í sveitarstjórn; Guðrún Erna Rudolfsdóttir, Öldugötu 12, 620. Dalvík í stað Péturs Sigurðssonar.



Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Sigurður Valdimar Bragason og Guðrún Erna Rudolfsdóttir réttkjörin.

20.Sveitarstjórn - 288, frá 17.01.2017. Til kynningar

Málsnúmer 1701009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:33.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs