Íbúafundir

Reglulega eru haldnir íbúafundir í sveitafélaginu til þess að kynna ákveðin mál eða verkefni fyrir íbúum, til að gefa íbúum færi á að koma á framfæri sinni skoðun og fleira. Venjulega koma upplýsingar um íbúafundi inn á heimasíðu og facebook síðu sveitarfélagsins auk þess sem algengt er að auglýsingum um íbúafundi sé dreift í pósti til íbúa sveitarfélagsins.

Yfirlit yfir íbúafundi

2018

Kynningarfundur vegna deiliskipulags á Lokastígsreit. Haldinn á vegum umhverfis- og tæknisviðs 18. janúar 2018

Kvíði barna og unglinga - hugræn atferlismeðferð. Haldinn á vegum fræðslu- og menningarsviðs 23. janúar 2018

Kynningarfundur vegna tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur og breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Haldinn á vegum umhverfis- og tæknisviðs 24. janúar 2018.

Kynning á Umferðaröryggisáætlin Dalvíkurbyggðar. Haldinn á vegum umhverfis- og tæknisviðs 11. apríl 2018.

Hvernig á að ná árangri í markaðssetningu? Fyrirtækjaþing haldið á vegum atvinnumála- og kynningarráðs 31. mars 2018.

Sorpmál í Dalvíkurbyggð. Haldinn á vegum umhverfis- og tæknisviðs 22. nóvember 2018.

Íbúafundur í Árskógi. Haldinn á vegum Dalvíkurbyggðar 8. nóvember 2018.

2017

Kvíði barna og unglinga - aðferðir sem reynst hafa vel. Haldinn á vegum félagsþjónustu og fræðslu- og menningarsviðs 19. janúar 2017.

Almennur kynningarfundur vegna deiliskipulags íbúðarsvæðis við Kirkjuveg á Dalvík. Haldinn á vegum umhverfis- og tæknisviðs 26. janúar 2017. 

Almennur kynningarfundur vegna seiðaeldisstöðvar við ósa Þorvaldsdalsár. Haldinn á vegum umhverfis- og tæknisviðs 26. janúar 2017. 

Nýr ferðamannavegur á Norðurlandi, kynningarfundur. Haldinn á vegum Dalvíkurbyggðar 31. janúar 2017.

Framtíð Sundskála Svarfdæla. Haldinn á vegum Dalvíkurbyggðar 1. febrúar 2017. 

Hvernig gerum við gott samfélag betra? Haldinn á vegum atvinnumála- og kynningarráðs 11. febrúar 2017.

2016

Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða og breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Haldinn 10. maí 2016 á vegum umhverfis-og tæknisviðs.

Eiturlyf - Vaxandi vandi. Verum á varðbergi og þekkjum hvað börnunum okkar er boðið. Fræðslufundur haldinn 27. apríl 2016 á vegum félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar og lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Íbúafundur um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi. Haldinn 14. apríl 2016 á vegum fræðslu- og menningarsviðs.

Ljósleiðar á Dalvík. Kynningarfundur haldinn 8. mars 2016 á vegum veitu- og hafnasviðs.

Atvinnulífskönnun og kynning á skýrslu KPMG. Hvaða stoðþættir skipta mestu máli fyrir afkomu fyrirtækja í sveitarfélaginu og er Dalvíkurbyggð samkeppnisfær þegar kemur að heildarkostnaði meðalfjölskyldna og húsnæðiskostnaði? Haldinn 2. febrúar 2016 á vegum Dalvíkurbyggðar.

Af hverju er megrun fitandi? Fyrirlestur haldinn 8. janúar 2016 á vegum Heilsueflandi Dalvíkurbyggðar.

2015

Hey, ég er með frábæra hugmynd, eigum við að vinna saman? Fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs, samvinna og samstarf fyrirtækja. Haldið 5. nóvember 2015 á vegum atvinnumála- og kynningarráðs.

Umferðaröryggisáætlun - Viltu hafa áhrif á umferðaröryggi í sveitarfélaginu? Íbúafundur um umferðaröryggi. Haldinn 15. október 2015 af verkefnisstjórn um umferðaröryggisáætlun.

Orkumál og smávirkjanir. Kynningarfundur haldinn 8. september 2015 af Dalvíkurbyggð.

Almennur borgarafundur um málefni MTR. Haldinn 28. maí 2015 af Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Heima er best - Ungmennaþing í Dalvíkurbyggð. Haldið 25. apríl 2015 af íþrótta- og æskulýðsráði.

Íbúafundur vegna áforma um fyrirtækisins TS shipping um vistvæna niðurrifs- og endurvinnslustöð skipa á Hauganesi. Haldinn 18. mars 2015 af Dalvíkurbyggð.

Völundarhús eða bein leið? Þekkirðu leiðina gegnum stjórnkerfið. Íbúafundur haldinn 24. mars 2015 af Dalvíkurbyggð.

2014

Húsnæðismarkaðurinn í Dalvíkurbyggð. Fyrirtækjaþing haldið 20. nóvember 2014 af atvinnumála- og kynningarráði.