Þorrablót Svarfdæla

Þorrablót Svarfdæla

Dömur mínar og herrar.

Það tilkynnist hér með landi og lýðum að hápunktur vors sveitalega samlífis mun fram fara laugardagskvöldið 28. janúar næstkomandi, í síðasta vígi okkar sveitunganna að Rimum í Svarfaðardal þ.e. ef vor háæruverðuga sveitarstjórn hefur ekki selt staðinn ofan af okkur á þeim tímapunkti. Dyr munu upp ljúkast kl 19:30 og hefðbundið borðhald hefjast á slaginu 20:30 með tilheyrandi  glaum og gleði.

Tekið er við miðapöntunum frá og með deginum í dag og fram til miðnættis sunnudaginn 22. janúar. Vinsamlegast tryggið ykkur miða í tíma. Eftirfarandi nefndarmenn taka við pöntunum.

Ella og Doddi á Jarðbrú                     466 1618 – 867 5678
Hildur og Patti í Ytra Garðshorni  466 1019 – 861 6602

Miðaverð er 3.500.- Miðana þarf að sækja að Rimum fimmtudagskvöldið 26. Janúar milli kl 20:00 – 22:00. Athugið að aðeins er tekið við reiðufé og við viljum ekki sjá forystufé.

Að gefnu tilefni sökum mikils andlegs álags sem fylgt hefur í kjölfar tilkynningar um að þema kvöldsins í klæðaburði væru millistríðsárin, þá er fólki góðfúslega bent á að horfa t.d. á Land og Syni þar sem tíska þessa tímabils kemur skýrt fram.

 Þorrablótsnefndin 2017                                                                                                                                                                              

 ATH. Ekki er veittur 20% afsláttur af gistingu á Húsabakka  og Arnar Hannes Gestsson tekur ekki við bókunum í gistingu í síma 896 3429 eða á fasteignabrask@stórval.is