Hugleiðsluhádegi

Hugleiðsluhádegi

Á síðustu misserum hafa sífellt fleiri nýtt sér aðferðir hugleiðslu til að öðlast hugarró og frið auk þess sem meiri áhersla hefur verið lögð á að einstaklingar leggi rækt við eigið sjálf. Í hversdagslegum athöfnum skella ótal hugsanir á einstaklinga hverja einustu mínútu. Með því að þjálfa hugann og koma skikkan á hugsanir sínar kyrrist hugurinn smám saman en þetta ferli er einmitt kallað hugleiðsla.

Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á hugleiðsluhádegi á bókasafni Dalvíkurbyggðar en stefnt er á að bjóða vikulega upp á ca. 15 mínútur af hugleiðslu í setkrók bókasafnsins í Bergi á fimmtudögum frá 12.30 - 12.45.

Hugleiðsluhádegið er tilvalið fyrir alla þá sem vilja stilla sig af, gefa sér örfáar mínútur til að hlúa að sér og þjálfa hugann. 

Allir velkomnir!