Hádegisfyrirlestur

Hádegisfyrirlestur

Í hádegisfyrirlestri mánaðarins fáum við að kynnast nánar fjölbreyttri starfsemi Dalvíkurbyggðar. Fjölmörg störf eru unnin í Dalvíkurbyggð án þess að það sé alltaf hinum almenna bæjarbúa ljóst hvað í þeim felst. Í vetur verður m.a. leitast við að gefa innsýn í ólík störf sem unnin eru Dalvíkurbyggð og gefa þannig einstaklingum færi á því að segja öðrum frá því hvað felst í þeirra daglega starfi. 

Að þessu sinni fáum við kynningu frá Félagsþjónustunni og munu starfsmenn á sviðinu kynna starfið og segja frá sinni reynslu í starfi. Frábær leið til að kynna sér þjónustu i í nærumhverfinu sem margir þekkja ekki af eigin raun.

Við hvetjum sem flesta til að koma, hlusta og spyrja spurninga.

------

Í hverjum mánuði eru haldnir fyrirlestrar í fyrirlestrasal Menningarhússins Bergs. Fyrirlestrarnir eru ca 45 mínútur að lengd og vara frá 12.15-13.00. Leyfilegt er að taka með sér mat frá veitingahúsinu Basalt inn í fyrirlestrasalinn og gæða sér á gómsætum veitingum á meðan á fyrirlestrinum stendur. Ef fólk hefur hugmyndir af fyrirlestrum má endilega stinga þeim að Björk Hólm eða senda athugasemd á netfangið bjork@dalvikurbyggd.is