Hádegisfyrirlestur - „...því ég er komin heim!“

Hádegisfyrirlestur -  „...því ég er komin heim!“

 „...því ég er komin heim!“

Í langan tíma hefur stöðugur straumur fólks legið frá sveitum og dreyfbýlum til borga og stærri þéttbýla. Landsbyggðin hefur oftar en ekki þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum gegn sinni stóru systur, höfuðborginni og oft þurft að lúta í lægra haldi í þeim efnum. Á síðustu árum hefur það hins vegar aukist að fólk sæki á landsbyggðina og brottfluttir landsbyggðarbúar hugsi sér að flytja aftur í heimahagana. Í Dalvíkurbyggð höfum við fjölmarga einstaklinga sem hafa flutt út fyrir bæjarmörk dalvíkur og jafnvel landssteinanna en ákveðið að flytja aftur „heim“ seinna á lífsleiðinni.

Í þessum fyrsta hádegisfyrirlestri ársins fáum við til okkar tvo íbúa Dalvíkurbyggðar, þær Katrínu Sif Ingvarsdóttur og Önnu Dóru Hermannsdóttur ,til að segja frá sinni upplifun af því að flytja í burtu, dvelja þar í einhvern tíma en snúa svo aftur tilbaka og ákveða að setjast að í Dalvíkurbyggð. 

Fyrirlesturinn er frá 12.15 - 13.00 og hægt er að taka með sér mat frá Basalt inn í fyrirlestrasal. 

Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur!