Árskógarskóli og elstu börnin á Kötlukoti heimsóttu bókasafnið

Nemendur Árskógarskóla og elstu deildarinnar á Kötlukoti
Nemendur Árskógarskóla og elstu deildarinnar á Kötlukoti

Í dag var viðburðaríkur dagur á bókasafninu. Við fengum í heimsókn 22 rosalega flotta krakka frá Árskógarskóla ásamt elstu börnunum á Kötlukoti. 

Börnin voru í menningarferð á Dalvík en þau höfðu heimsótt Björgunarsveitina áður en þau komu á bókasafnið. Börnin byrjuðu á því að hlusta á söguna Rúnar góði, en það er bók eftir þær Hönnu Borg Jónsdóttur og Heiðdísi Helgadóttur. Bókin er skrifuð með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hún kynnir réttindi barna fyrir ungum lesendum, réttindi sem öll börn í heiminum eiga að njóta. Bókin er þannig mikilvægt veganesti út í lífið og er í miklu uppáhaldi hjá forstöðumanni bókasafnsins. Rúnar góði

Að sögustund lokinni fengu nemendur skoðunarferð um bókasafnið og menningarhúsið, þá sértaklega sýninguna sem hangir í sal hússins. Hópnum var svo skipt í tvennt í næsta hluta en á meðan annar hlutinn fylgdi Björk niður í kjallara fór hinn hlutinn í ratleik í aðalsal bókasafnsins - síðan var skipt um hópa. Í kjallaranum fengu nemendur að skoða geymslurnar, Héraðsskjalasafnið og að sjálfsögðu stjörnugöngin. 

Að lokum fengu allir að fylgja sínum áhuga, sumir skoðuðu bækur á meðan aðrir ýmist spiluðu eða teiknuðu handa okkur listaverk. Afrakstur listasmiðjunnar fékk að sjálfsögðu veggpláss eins og sést í meðfylgjandi myndasafni. 

Áhugasamir geta skoðað myndir frá heimsókninni hér: Árskógarskóli í heimsókn á bókasafninu

 

Vinkonur

Það var virkilega gaman að fá þessa hressu krakka í heimsókn og vonumst við til að sjá þau fljótt aftur - hvort sem það er með skólanum, foreldrum, systkinum eða ömmum og öfum, svo fátt eitt sé upptalið. 

 

Takk fyrir okkur!