Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur!

Það tóku allir þátt á bókasafninu!
Það tóku allir þátt á bókasafninu!
...já það eru svo sannarlega orð að sönnu því dagurinn í dag hefur verið ákaflega skýr og fagur. Nú er bara að vona að öskudagurinn eigi sér í raun 18 bræður og næstu 18 dagar verði keimlíkir þeim sem við fengum í dag. 
 
Það voru miklir og fjörugir söngfuglar sem heimsóttu bókasafnið og Basalt í dag og ánægjulegt að heyra að gömlu góðu Bjarnastaða beljurnar lifa enn góðu lífi og hafa engu gleymt. 
 
Við smelltum nokkrum myndum af skemmtilegum krökkum og fjölbreyttri búningaflóru sem má skoða hér: Öskudagur á bókasafninu og Basalt. 
 
 
Í dag voru ekki aðeins gestir og starfsfólk í nýjum búningi heldur fengum við líka á nokkrar nýjar bækur á safnið. Við reynum að bæta við nýjum bókum mjög reglulega svo ætíð séu fáanlegar allar nýjustu bækurnar.
 
Nýjar bækur á bókasafninu!
 
Ef það eru einhverjar sérstakar óskir um bókakaup má endilega tjá þær við starfsfólk bókasafnsins sem mun gera það sem þau geta til að vera við þeim óskum. 
 
 
Að lokum minnum við á hugleiðsluhádegið á morgun 12.15 - 12.30 í barnakrók bókasafnsins.